Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í rannsókninni. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar. Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar.
Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51