Gott fjarskiptasamband er forsenda búsetuöryggis Bjarni Jónsson skrifar 31. október 2022 13:31 Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Fjarskipti Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun