Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 13:23 Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall. AP/Andrew Harnik Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022 Bandaríkin Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022
Bandaríkin Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira