Orkuskiptin Heiðar Guðjónsson skrifar 27. október 2022 08:00 Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Innrás Rússa í Úkraínu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun