Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Bjarki Sigurðsson skrifar 25. október 2022 19:22 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. Guðrún Apselund, sóttvarnalæknir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að umframdauðsföll hafi mælst í mars og júlí á þessu ári. Guðrún var fengin í þáttinn eftir að Twitter-færsla Arnars Sigurðssonar vakti athygli í gær. Guðrún segir embætti sóttvarnalæknis hafa bent á þetta í ágúst. pic.twitter.com/6ZX3zNDz1F— Arnar Sigurdsson (@arnar2) October 22, 2022 „Við vorum einmitt með frétt á vefnum hjá okkur í ágúst þar sem við vorum að fjalla um þau umframdauðsföll sem hafa orðið í júlí. Þar sagði að aukningin væri langlíklegast tengd Covid. Sama hafði gerst í mars í kjölfar Omicron. Við bentum á þetta, að umframdauðsföll hefðu mælst fleiri í mars hjá eldri einstaklingum og nálægt því í júlí,“ segir Guðrún. Hún minnir á að þegar umframdauðsföll eru tekin saman eru það allar dánarorsakir. Hún nefnir krabbamein, slys, hjartaáföll og fleira sem dæmi. „Það er alveg rétt, þetta sem þú vísar í, það er verið að sýna uppsöfnuð umframdauðsföll. Það leggur alltaf saman áfram og áfram yfir tvö ár. [...] Við vorum með umframdauðsföll árið 2022 en ekki 2020 og 2021. Þannig grafið lítur út fyrir að umframdauðsföll hafi verið á uppleið þá. Það er bara verið að leggja saman tölurnar,“ segir Guðrún. Árin 2020 og 2021 var mikið um sóttvarnaraðgerðir hér á landi en minna árið 2022. Frá 25. febrúar hafa engar takmarkanir verið hér á landi. Hægt er að útskýra umframdauðsföllin með afnámi aðgerða að sögn Guðrúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Guðrún Apselund, sóttvarnalæknir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að umframdauðsföll hafi mælst í mars og júlí á þessu ári. Guðrún var fengin í þáttinn eftir að Twitter-færsla Arnars Sigurðssonar vakti athygli í gær. Guðrún segir embætti sóttvarnalæknis hafa bent á þetta í ágúst. pic.twitter.com/6ZX3zNDz1F— Arnar Sigurdsson (@arnar2) October 22, 2022 „Við vorum einmitt með frétt á vefnum hjá okkur í ágúst þar sem við vorum að fjalla um þau umframdauðsföll sem hafa orðið í júlí. Þar sagði að aukningin væri langlíklegast tengd Covid. Sama hafði gerst í mars í kjölfar Omicron. Við bentum á þetta, að umframdauðsföll hefðu mælst fleiri í mars hjá eldri einstaklingum og nálægt því í júlí,“ segir Guðrún. Hún minnir á að þegar umframdauðsföll eru tekin saman eru það allar dánarorsakir. Hún nefnir krabbamein, slys, hjartaáföll og fleira sem dæmi. „Það er alveg rétt, þetta sem þú vísar í, það er verið að sýna uppsöfnuð umframdauðsföll. Það leggur alltaf saman áfram og áfram yfir tvö ár. [...] Við vorum með umframdauðsföll árið 2022 en ekki 2020 og 2021. Þannig grafið lítur út fyrir að umframdauðsföll hafi verið á uppleið þá. Það er bara verið að leggja saman tölurnar,“ segir Guðrún. Árin 2020 og 2021 var mikið um sóttvarnaraðgerðir hér á landi en minna árið 2022. Frá 25. febrúar hafa engar takmarkanir verið hér á landi. Hægt er að útskýra umframdauðsföllin með afnámi aðgerða að sögn Guðrúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira