Fimm reykkafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru um borð í einni þyrlunni.
Seinna kom þó í ljós að sprenging hefði orðið í vélarrúmi skipsins og mikill reykur en enginn eldur hefði kviknað. Því var dregið úr viðbúnaði vegna atviksins.
Skipið varð vélarvana en engin slys urðu á fólki. Þrettán eru um borð í skipinu samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.
Báðum þyrlunum var flogið til skipsins, þar sem það var um 25 sjómílur suðaustur af Grindavík. Um er að ræða 7.500 tonna flutningaskip sem var á leið með farm hingað til lands.
Áhöfn skipsins náði tökum á ástandinu um borð fljótlega eftir að þyrlunum hafði verið flogið á vettang og þurfti reykkafararnir aldrei að fara um borð. Þyrlunum var flogið aftur til lands og björgunarsveitir afturkallaðar. Varðskipið er þó áfram á leið á vettvang.