Gamli þjálfarinn segir útilokað að Halep hafi viljandi notað lyfin Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 16:31 Darren Cahill ræðir við Simonu Halep á móti árið 2020. Hún hafði þá unnið risamót tvö síðustu ár á undan. Getty/Paul Kane Fyrrverandi þjálfari rúmensku tennisstjörnunnar Simonu Halep segir útilokað að hún hafi viljandi neytt ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið. Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið.
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira