Gamli þjálfarinn segir útilokað að Halep hafi viljandi notað lyfin Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 16:31 Darren Cahill ræðir við Simonu Halep á móti árið 2020. Hún hafði þá unnið risamót tvö síðustu ár á undan. Getty/Paul Kane Fyrrverandi þjálfari rúmensku tennisstjörnunnar Simonu Halep segir útilokað að hún hafi viljandi neytt ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið. Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira
Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið.
Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira