Gamli þjálfarinn segir útilokað að Halep hafi viljandi notað lyfin Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 16:31 Darren Cahill ræðir við Simonu Halep á móti árið 2020. Hún hafði þá unnið risamót tvö síðustu ár á undan. Getty/Paul Kane Fyrrverandi þjálfari rúmensku tennisstjörnunnar Simonu Halep segir útilokað að hún hafi viljandi neytt ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið. Tennis Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið.
Tennis Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti