Rekinn vegna skilaboða til stúlkna: „Þetta var ekkert dónalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 13:02 Árni Eggert Harðarson hefur starfað fyrir Hauka síðustu misseri en var rekinn eftir að upp komst um skilaboð sem hann hafði verið að senda ungum leikmönnum annarra félaga. VÍSIR/BÁRA „Það var óviðeigandi að senda skilaboð en skilaboðin sem slík voru ekki klámfengin eða nokkuð slíkt,“ segir Árni Eggert Harðarson, körfuboltaþjálfari. Hann hefur verið rekinn úr starfi hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun ekki starfa meira fyrir KKÍ, vegna skilaboða til unglingsstúlkna. „Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég veit bara að þetta er í vinnslu hjá samskiptaráðgjafa og innan KKÍ,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. Árni var rekinn frá Haukum eftir ábendingu frá öðru félagi um að hann hefði sent 15 og 16 ára leikmönnum þess óviðeigandi skilaboð. Málinu var vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og samkvæmt upplýsingum Vísis er það komið inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Árni, sem í sumar gegndi starfi aðstoðarþjálfara U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna, segir skilaboðin sem slík ekki hafa verið óviðeigandi heldur fyrst og fremst snúist um ráðleggingar varðandi körfubolta. Samtölin hafi leiðst út í önnur atriði, til dæmis tengd skóla. Skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna „Þetta var ekkert dónalegt. Ég sendi skilaboð. Ég fékk skilaboð og ég svaraði skilaboðum. Þetta voru ábendingar um hvað hægt væri að gera betur í körfubolta. Þær voru að spyrja um ráð gegn kvíða og stressi. Ein var í vandræðum í skóla,“ segir Árni. Hann segir að um sé að ræða skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna en að mögulega séu þær fleiri. Engin af þeim hafi verið leikmaður Hauka. „Ég skil alveg ef að þú sem foreldri sérð að fullorðinn maður er að senda barninu þínu skilaboð og þú þekkir ekki manninn betur en það… En það var ekkert í þessum skilaboðum sem var illa meint. Það var enginn annarlegur tilgangur með þeim,“ segir Árni. Spurður enn frekar hvort að hann hafi ekki verið að vinna sér inn traust hjá ungum stelpum, í annarlegum tilgangi, svarar Árni: „Nei. Ef það var eitthvað þá var það til að komast í betri þjálfarastöðu. Ég skil að það megi skilja þetta þannig en það var ekki þannig.“ „Stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við“ Árni segir mismunandi hver hafi átt frumkvæðið að samskiptunum og að þau hafi stundum hafist inni í íþróttahúsi en stundum í símanum. „Ég er búinn að þekkja sumar lengi í gegnum körfuboltann. Þetta er lítið samfélag og það þekkja allir alla. Stundum var þetta bara komment eins og „Hvað finnst þér ég hafa getað gert betur í leiknum?“ ef ég hafði séð leik hjá þeim. Og svar við því. Ég veit ekki hvort það eigi að túlka það sem samtal eða ekki. Þetta var rosalega mikið svona samtöl. Einhvern tímann var einhver að tjá sig því hún átti í vandræðum með vinahópinn. Einhvern veginn var allt búið að fléttast út í það. Það er náttúrulega samtal sem maður er í vafa um hvort maður á að taka eða ekki. En auðvitað er byrjað að treysta manni fyrir einhverju og stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við,“ segir Árni. Eins og fyrr segir var Árni látinn fara frá Haukum vegna málsins en í vetur átti hann að þjálfa tvo drengjaflokki hjá félaginu, stráka fædda á árunum 2002-2007. Störf hans fyrir KKÍ voru bundin við ákveðin verkefni og segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að þeim störfum hafi lokið í sumar. Annað málið á skömmum tíma hjá KKÍ Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að máli þjálfara unglingalandsliðs Íslands í körfubolta er vísað til samskiptaráðgjafa. Mál Sævalds Bjarnasonar, sem var þjálfari U18-landsliðs kvenna, er enn í vinnslu en samkvæmt frétt Mannlífs hætti hann rétt fyrir keppni á EM eftir kvartanir vegna „óþægilegrar nærveru“ á æfingum. Í samtali við Vísi í dag sagði Hannes, formaður KKÍ, að málin tvö væru mjög ólík. Það væri vissulega engin draumastaða að mál tveggja unglingalandsliðsþjálfara hefðu á svo skömmum tíma ratað á borð samskiptaráðgjafa en að sama skapi væri fagnaðarefni að tilkynningar bærust. „Viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp“ „Þetta er erfitt en það er þannig að ef einhver telur á sér brotið með einhverjum hætti þá á náttúrulega að láta vita. Það er það sem skiptir mestu máli í þessu,“ segir Hannes. „Ég held að þetta sé ekkert tengt körfubolta frekar en öðrum íþróttagreinum. Unga fólkið okkar í dag er, sem betur fer, mun meðvitaðra um mörkin en áður. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp en við viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp. Það er betra en að mál grasseri í mörg ár. Þess vegna er svo mikilvægt að fá formlegar tilkynningar, til okkar, samskiptaráðgjafa eða yfirvalda, svo hægt sé að vinna í málinu. Þetta er leiðinlegt en það á engum að þurfa að líða illa eða velkjast í vafa um hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þá á bara að rannsaka það og þá fer þetta bara í rétt ferli,“ segir Hannes. Heimasíða samskiptaráðgjafa Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Körfubolti Haukar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
„Þetta mál er bara í skoðun og vinnslu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég veit bara að þetta er í vinnslu hjá samskiptaráðgjafa og innan KKÍ,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. Árni var rekinn frá Haukum eftir ábendingu frá öðru félagi um að hann hefði sent 15 og 16 ára leikmönnum þess óviðeigandi skilaboð. Málinu var vísað til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og samkvæmt upplýsingum Vísis er það komið inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Árni, sem í sumar gegndi starfi aðstoðarþjálfara U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna, segir skilaboðin sem slík ekki hafa verið óviðeigandi heldur fyrst og fremst snúist um ráðleggingar varðandi körfubolta. Samtölin hafi leiðst út í önnur atriði, til dæmis tengd skóla. Skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna „Þetta var ekkert dónalegt. Ég sendi skilaboð. Ég fékk skilaboð og ég svaraði skilaboðum. Þetta voru ábendingar um hvað hægt væri að gera betur í körfubolta. Þær voru að spyrja um ráð gegn kvíða og stressi. Ein var í vandræðum í skóla,“ segir Árni. Hann segir að um sé að ræða skilaboð til að minnsta kosti fjögurra stúlkna en að mögulega séu þær fleiri. Engin af þeim hafi verið leikmaður Hauka. „Ég skil alveg ef að þú sem foreldri sérð að fullorðinn maður er að senda barninu þínu skilaboð og þú þekkir ekki manninn betur en það… En það var ekkert í þessum skilaboðum sem var illa meint. Það var enginn annarlegur tilgangur með þeim,“ segir Árni. Spurður enn frekar hvort að hann hafi ekki verið að vinna sér inn traust hjá ungum stelpum, í annarlegum tilgangi, svarar Árni: „Nei. Ef það var eitthvað þá var það til að komast í betri þjálfarastöðu. Ég skil að það megi skilja þetta þannig en það var ekki þannig.“ „Stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við“ Árni segir mismunandi hver hafi átt frumkvæðið að samskiptunum og að þau hafi stundum hafist inni í íþróttahúsi en stundum í símanum. „Ég er búinn að þekkja sumar lengi í gegnum körfuboltann. Þetta er lítið samfélag og það þekkja allir alla. Stundum var þetta bara komment eins og „Hvað finnst þér ég hafa getað gert betur í leiknum?“ ef ég hafði séð leik hjá þeim. Og svar við því. Ég veit ekki hvort það eigi að túlka það sem samtal eða ekki. Þetta var rosalega mikið svona samtöl. Einhvern tímann var einhver að tjá sig því hún átti í vandræðum með vinahópinn. Einhvern veginn var allt búið að fléttast út í það. Það er náttúrulega samtal sem maður er í vafa um hvort maður á að taka eða ekki. En auðvitað er byrjað að treysta manni fyrir einhverju og stundum fannst mér eins og þær vantaði bara einhvern til að tala við,“ segir Árni. Eins og fyrr segir var Árni látinn fara frá Haukum vegna málsins en í vetur átti hann að þjálfa tvo drengjaflokki hjá félaginu, stráka fædda á árunum 2002-2007. Störf hans fyrir KKÍ voru bundin við ákveðin verkefni og segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að þeim störfum hafi lokið í sumar. Annað málið á skömmum tíma hjá KKÍ Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að máli þjálfara unglingalandsliðs Íslands í körfubolta er vísað til samskiptaráðgjafa. Mál Sævalds Bjarnasonar, sem var þjálfari U18-landsliðs kvenna, er enn í vinnslu en samkvæmt frétt Mannlífs hætti hann rétt fyrir keppni á EM eftir kvartanir vegna „óþægilegrar nærveru“ á æfingum. Í samtali við Vísi í dag sagði Hannes, formaður KKÍ, að málin tvö væru mjög ólík. Það væri vissulega engin draumastaða að mál tveggja unglingalandsliðsþjálfara hefðu á svo skömmum tíma ratað á borð samskiptaráðgjafa en að sama skapi væri fagnaðarefni að tilkynningar bærust. „Viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp“ „Þetta er erfitt en það er þannig að ef einhver telur á sér brotið með einhverjum hætti þá á náttúrulega að láta vita. Það er það sem skiptir mestu máli í þessu,“ segir Hannes. „Ég held að þetta sé ekkert tengt körfubolta frekar en öðrum íþróttagreinum. Unga fólkið okkar í dag er, sem betur fer, mun meðvitaðra um mörkin en áður. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp en við viljum fá tilkynningar ef það kemur eitthvað óviðeigandi upp. Það er betra en að mál grasseri í mörg ár. Þess vegna er svo mikilvægt að fá formlegar tilkynningar, til okkar, samskiptaráðgjafa eða yfirvalda, svo hægt sé að vinna í málinu. Þetta er leiðinlegt en það á engum að þurfa að líða illa eða velkjast í vafa um hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þá á bara að rannsaka það og þá fer þetta bara í rétt ferli,“ segir Hannes. Heimasíða samskiptaráðgjafa Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Körfubolti Haukar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira