Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:23 Aukin eftirspurn eftir kolum er víða í Evrópu eftir að Rússar skrúfuðu fyrir jarðgasleiðslur vegna Úkraínustríðsins. Endurnýjanlegir orkugjafar koma í veg fyrir að losun aukist meira en annars hefði orðið vegna þess. Vísir/EPA Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent