Breytt stundatafla að hafa jákvæð áhrif Snorri Másson skrifar 22. október 2022 12:10 Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hófst í Vestmannaeyjum síðasta haust. Grunnskóli Vestmannaeyja Námsárangur barna í fyrsta bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun. Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna. Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna.
Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira