Guðleg leiðsögn Vottanna er í raun hugarfóstur afturhaldskurfa í NY Örn Svavarsson skrifar 21. október 2022 10:22 Þessa dagana má sjá stiklu á netinu sem Vottar Jehóva vilja kalla kennsluefni, en er ekkert annað en áróður fyrir ansi fornri og satt að segja brenglaðri trúarhugmynd. Hugmyndafræðin byggist á biblíunni, bók um hinn einstaklega óblíða og oft og tíðum miskunnarlausa guð sem tilbeðinn er í trúarbrögðum gyðinga og kristinna. Þessi algóði guð er krefjandi faðir sem krefst skilyrðislausrar hlíðni, afdráttarlaus er hann og refsiglaður, á það samt til að vera kærleiksríkur, en umfram allt réttlátur. Hann er reyndar höfundur þess réttlætis. Vottarnir aðgreina sig frá öðrum bibliutrúarbrögðum m.a. með því að leggja ofuráherslu á gyðinglegt heiti guðsins, Jahwe eða Jehóva. Trúarbrögðin Vottar Jehóva verða ekki til fyrr en upp úr miðri þarsíðustu öld. Mörg trúaratriðin verða til í tímans rás, eins og t.d höfnum á jólahaldi og afælisdögum sem tekin er upp á þriðja áratug síðustu aldar. Höfuðáherslan var alla tíð lögð á endurkomu Krists sem konungs á himni árið 1914 og innan einnar mannsævi frá þeim atburði áttu ragnarök undir biblíuheitinu Harmageddon að útrýma öllum á jörðinni nema Vottunum. Þó að kjarninn í kenningunni hafi brugðist, þar sem Harmageddon reið bara alls ekki yfir, þá hanga trúarbrögðin á stagbættum og endurgerðum kenningum úr smiðju fáeinna þraungsýnna öldungu í miðstöð trúarbragðanna við eystri enda Brooklin brúar í Brooklin í NY. Skoðanir og hugmyndafræði þessara óforbetranlegu kerfiskarla eru stórisannleikur Votta Jehóva og móttekur söfnuðurinn hugaróra þessara örfáu sjálhverfu einstrenginga sem „guðlegan“ sannleik, enda innblásnir af almættinu. Eða hvernig má það vera að þessi hópur fólks boði kenningu sem: Heldur því fram að við fæðumst öll syndug. Lítið ómálga barn er skv kenningu Vottanna syndug manneskja. Bannar fólki að þiggja blóðgjöf í læknisaðgerð, þó líf liggi við Bannar fólki að taka þátt í kosningum á þeirri forsendu að fyrir 2.000 árum sagði Kristur sitt ríki ekki vera af þessum heimi. Bannar fólki að fagna jólum og afmælum. Vottarnir héldu þó jól til ársins 1926, m.a. voru höfuðstöðvarnar skreyttar og hátíðamatur á borðum. Því hefur verið haldið fram að Joseph Rutherford, forseta félagsins hafi leiðst allt þetta tilstand og því bara ákveðið að banna jólahald og afmælisdaga með. Sem heimilar „öldungum“, sem sé völdum karlpeningi úr söfnuðinum, að hnýsast í ástarmál unga fólksins, taka þá á teppið sem þeir telja að hafi gerst sekir um jafn siðlaust athæfi og kynlíf fyrir hjónaband. Veita fólkinu opinbera áminningu á samkomu safnaðarins fyrir gjörninginn eða jafnvel reka viðkomandi úr söfnuðinum, „sjái hann ekki að sér“ og rjúfa þannig tengsl unglingsins við fjölskyldu sína og vini innan safnaðarins. Heldur á lofti þeirri kenningu að Harmageddon muni eyða öllum jarðarbúum nema Vottunum. Síðan munu þeir lifa í eilífri hamingju á jörðinni og meira að segja rándýrin verða grasætur. Þetta er ekkert grín, þessu trúir blessað fólkið sem aðhyllist kenningu Vottanna. Reyndar átti þetta að vera löngu afstaðið, en söfnuðurinn hefur ekki verið sérstaklega sleipur í spádómum, frekar en flestir aðrir svosem, þannig að allar Harmageddon dagsetningar hafa brugðist og þeir víst hættir að festa ártöl í spádómum sínum. Kennir að konan skuli vera manni sínum undirgefin. Staða konunnar er þrepum lægra en karla, þær mega ekki tala á samkomum, leiða samkomur, fara með bænir né sinna öðrum slíkum opinberum embættum, nema að þær séu með höfuðklút til að staðfesta undirgefni sína. Hefur það í stefnunni að mennta ekki börnin sín. Þegar ég ólst upp innan safnaðarins var svo stutt í Harmageddon að það tók því ekki að mennta sig. Það skyldi bíða betri tíma. Fordæmir samkynhneigð. Hvernig getur nokkur maður varið kenningu sem útskúfar einstaklingi af þeirri ástæðu að hann fæðist með aðra kynhneigð en maður sjálfur? Víst hafa samkynhneigðir orðið fyrir aðkasti í aldanna rás, en að hópur fólks á 21. öldinni innræti börnum sínum afdráttarlaust umburðarleysi gagnvart samkynhneigð og samkynhneigðum tekur út yfir allan þjófabálk. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðrum og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur ólst upp í Vottunum og yfirgaf söfnuðinn á þrítugsaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana má sjá stiklu á netinu sem Vottar Jehóva vilja kalla kennsluefni, en er ekkert annað en áróður fyrir ansi fornri og satt að segja brenglaðri trúarhugmynd. Hugmyndafræðin byggist á biblíunni, bók um hinn einstaklega óblíða og oft og tíðum miskunnarlausa guð sem tilbeðinn er í trúarbrögðum gyðinga og kristinna. Þessi algóði guð er krefjandi faðir sem krefst skilyrðislausrar hlíðni, afdráttarlaus er hann og refsiglaður, á það samt til að vera kærleiksríkur, en umfram allt réttlátur. Hann er reyndar höfundur þess réttlætis. Vottarnir aðgreina sig frá öðrum bibliutrúarbrögðum m.a. með því að leggja ofuráherslu á gyðinglegt heiti guðsins, Jahwe eða Jehóva. Trúarbrögðin Vottar Jehóva verða ekki til fyrr en upp úr miðri þarsíðustu öld. Mörg trúaratriðin verða til í tímans rás, eins og t.d höfnum á jólahaldi og afælisdögum sem tekin er upp á þriðja áratug síðustu aldar. Höfuðáherslan var alla tíð lögð á endurkomu Krists sem konungs á himni árið 1914 og innan einnar mannsævi frá þeim atburði áttu ragnarök undir biblíuheitinu Harmageddon að útrýma öllum á jörðinni nema Vottunum. Þó að kjarninn í kenningunni hafi brugðist, þar sem Harmageddon reið bara alls ekki yfir, þá hanga trúarbrögðin á stagbættum og endurgerðum kenningum úr smiðju fáeinna þraungsýnna öldungu í miðstöð trúarbragðanna við eystri enda Brooklin brúar í Brooklin í NY. Skoðanir og hugmyndafræði þessara óforbetranlegu kerfiskarla eru stórisannleikur Votta Jehóva og móttekur söfnuðurinn hugaróra þessara örfáu sjálhverfu einstrenginga sem „guðlegan“ sannleik, enda innblásnir af almættinu. Eða hvernig má það vera að þessi hópur fólks boði kenningu sem: Heldur því fram að við fæðumst öll syndug. Lítið ómálga barn er skv kenningu Vottanna syndug manneskja. Bannar fólki að þiggja blóðgjöf í læknisaðgerð, þó líf liggi við Bannar fólki að taka þátt í kosningum á þeirri forsendu að fyrir 2.000 árum sagði Kristur sitt ríki ekki vera af þessum heimi. Bannar fólki að fagna jólum og afmælum. Vottarnir héldu þó jól til ársins 1926, m.a. voru höfuðstöðvarnar skreyttar og hátíðamatur á borðum. Því hefur verið haldið fram að Joseph Rutherford, forseta félagsins hafi leiðst allt þetta tilstand og því bara ákveðið að banna jólahald og afmælisdaga með. Sem heimilar „öldungum“, sem sé völdum karlpeningi úr söfnuðinum, að hnýsast í ástarmál unga fólksins, taka þá á teppið sem þeir telja að hafi gerst sekir um jafn siðlaust athæfi og kynlíf fyrir hjónaband. Veita fólkinu opinbera áminningu á samkomu safnaðarins fyrir gjörninginn eða jafnvel reka viðkomandi úr söfnuðinum, „sjái hann ekki að sér“ og rjúfa þannig tengsl unglingsins við fjölskyldu sína og vini innan safnaðarins. Heldur á lofti þeirri kenningu að Harmageddon muni eyða öllum jarðarbúum nema Vottunum. Síðan munu þeir lifa í eilífri hamingju á jörðinni og meira að segja rándýrin verða grasætur. Þetta er ekkert grín, þessu trúir blessað fólkið sem aðhyllist kenningu Vottanna. Reyndar átti þetta að vera löngu afstaðið, en söfnuðurinn hefur ekki verið sérstaklega sleipur í spádómum, frekar en flestir aðrir svosem, þannig að allar Harmageddon dagsetningar hafa brugðist og þeir víst hættir að festa ártöl í spádómum sínum. Kennir að konan skuli vera manni sínum undirgefin. Staða konunnar er þrepum lægra en karla, þær mega ekki tala á samkomum, leiða samkomur, fara með bænir né sinna öðrum slíkum opinberum embættum, nema að þær séu með höfuðklút til að staðfesta undirgefni sína. Hefur það í stefnunni að mennta ekki börnin sín. Þegar ég ólst upp innan safnaðarins var svo stutt í Harmageddon að það tók því ekki að mennta sig. Það skyldi bíða betri tíma. Fordæmir samkynhneigð. Hvernig getur nokkur maður varið kenningu sem útskúfar einstaklingi af þeirri ástæðu að hann fæðist með aðra kynhneigð en maður sjálfur? Víst hafa samkynhneigðir orðið fyrir aðkasti í aldanna rás, en að hópur fólks á 21. öldinni innræti börnum sínum afdráttarlaust umburðarleysi gagnvart samkynhneigð og samkynhneigðum tekur út yfir allan þjófabálk. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðrum og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur ólst upp í Vottunum og yfirgaf söfnuðinn á þrítugsaldri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun