Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Skúli B. Geirdal skrifar 20. október 2022 11:31 Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum 1. Skaðlegt efni TikTok, Snapchat, YouTube, Instagram, Facebook, Twitter, Discord, Viber, Yubo, Tellonym og ég gæti haldið áfram. Allir þessi miðlar eiga það sameiginlegt að vera með 13 ára aldurstakmark til þess að stofna megi aðgangsreikninga. Samt eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára á TikTok og Snapchat, 50% er með sinn eigin aðgang á YouTube og 30% á Instagram. Algóritminn á þessum miðlum er fljótur að lesa hegðun notenda. Það þarf oft ekki mikið til, oft ekki meira en einn smell á efni sem algóritminn les sem skref í ákveðna átt og áður en maður veit af þá er búið að leiða mann inn á efni sem ætlunin var kannski alls ekki að heimsækja. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 20% séð áætlanir um slagsmál 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega 2. Áreiti frá ókunnugum Stelpur eru mun líklegri en strákar til þess að fá kynferðisleg komment og beiðnir um nektarmyndir á netinu en strákar. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum sem hafa fengið beiðni um nektarmynd, á grunn- og framhaldsskólaaldri, fengu beiðnina frá ókunnugum, samanborið við 3 af hverjum 10 strákum. Þessir ókunnugu einstaklingar geta bæði verið eldri einstaklingar sem misnota yfirburða stöðu sína gagnvart þeim sem yngri eru en líka jafnaldrar. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni. Þau skýla sér þannig á bak við nafnleysið og líður þá eins og þau beri ekki lengur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Á meðal barna og ungmenna hafa: 7 af hverjum 10 stelpum á framhaldsskólaaldri, og helmingur á efsta stigi grunnskóla, fengið beiðni um að senda af sér nektarmynd. 24% stelpna á aldrinum 15-17 ára upplifað þvinganir til þess að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar um sig á netinu. 18% stelpna og 14% stráka á aldrinum 15-17 ára upplifað að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu gegn vilja þeirra. 3. Stafrænt fótspor Að lokum langar mig að nefna stafrænt fótspor, en það er í einföldu máli allt það efni sem við og aðrir búum til og deilum um okkur á netinu. Með því að leyfa börnum að nota miðla sem þau hafa ekki aldur og þroska til þá erum við að gefa þeim leyfi til að stíga þar sínu fyrstu stafrænu fótspor. Netið gleymir engu og þess vegna er það svo að þegar að þessi spor hafa verið tekin þá verður oft ekki aftur snúið. Hérna þurfum við sem eldri erum að passa upp á börnin okkar. Þau eru á mikilvægu þroskaskeiði í lífinu sem felur í sér bæði framfaraskref og feilspor. Þegar að ég fæddist fyrir 30 árum var ekki til neitt sem hét Wi-Fi, Bluetooth eða samfélagsmiðlar. Nei, það er ekki lengra síðan. Ég fékk því að stíga mín feilspor í friði, án þess að þau væru skrásett á netinu. Munum svo að þetta á ekki bara við um það efni sem börn og ungmennisetja sjálf inn á samfélagsmiðla, heldur líka það efni sem við sem foreldrar setjum inn af þeim. Ég vil undirstrika að það er margt jákvætt varðandi tækniframfarir, netnotkun, samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í okkar samfélagi. Það þarf bara ekki að selja nokkrum manni það. Hins vegar höfum við gleymt okkur dálítið í því hvað þetta er allt frábært og skemmtilegt. Þegar að við gefum börnunum okkar leyfi til þess að nota samfélagsmiðla er mikilvægt að við ræðum þessi þrjú atriði við börnin okkar: Skaðlegt efni, áreiti frá ókunnugum og stafrænt fótspor. Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar og þurfum því að taka þessa hluti til okkar. Hvernig getum við ætlast til þess að aðrir passi upp á börnin okkar ef við gerum það ekki? Sama hversu oft börnin okkar segja það þá er það bara einfaldlega ekki svo að það séu „allir á TikTok og Snapchat“. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu- Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Maskínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Facebook TikTok Twitter Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt? Jú þetta á sér stað að stórum hluta inni á samfélagsmiðlum þar sem aldurstakmarkið er í flestum tilfellum 13 ára. Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess? Hér ætla ég að nefna þrjár ástæður þess að fylgja ætti aldurstakmörkum inni á samfélagsmiðlum sem byggja á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar á börnum og netmiðlum 1. Skaðlegt efni TikTok, Snapchat, YouTube, Instagram, Facebook, Twitter, Discord, Viber, Yubo, Tellonym og ég gæti haldið áfram. Allir þessi miðlar eiga það sameiginlegt að vera með 13 ára aldurstakmark til þess að stofna megi aðgangsreikninga. Samt eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára á TikTok og Snapchat, 50% er með sinn eigin aðgang á YouTube og 30% á Instagram. Algóritminn á þessum miðlum er fljótur að lesa hegðun notenda. Það þarf oft ekki mikið til, oft ekki meira en einn smell á efni sem algóritminn les sem skref í ákveðna átt og áður en maður veit af þá er búið að leiða mann inn á efni sem ætlunin var kannski alls ekki að heimsækja. Á meðal barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafa: 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr 27% séð leiðir til að grenna sig verulega (með t.d. lystarstoli eða lotugræðgi) 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum 20% séð áætlanir um slagsmál 18% séð leiðir til að skaða sig líkamlega 2. Áreiti frá ókunnugum Stelpur eru mun líklegri en strákar til þess að fá kynferðisleg komment og beiðnir um nektarmyndir á netinu en strákar. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum sem hafa fengið beiðni um nektarmynd, á grunn- og framhaldsskólaaldri, fengu beiðnina frá ókunnugum, samanborið við 3 af hverjum 10 strákum. Þessir ókunnugu einstaklingar geta bæði verið eldri einstaklingar sem misnota yfirburða stöðu sína gagnvart þeim sem yngri eru en líka jafnaldrar. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni. Þau skýla sér þannig á bak við nafnleysið og líður þá eins og þau beri ekki lengur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Á meðal barna og ungmenna hafa: 7 af hverjum 10 stelpum á framhaldsskólaaldri, og helmingur á efsta stigi grunnskóla, fengið beiðni um að senda af sér nektarmynd. 24% stelpna á aldrinum 15-17 ára upplifað þvinganir til þess að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar um sig á netinu. 18% stelpna og 14% stráka á aldrinum 15-17 ára upplifað að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu gegn vilja þeirra. 3. Stafrænt fótspor Að lokum langar mig að nefna stafrænt fótspor, en það er í einföldu máli allt það efni sem við og aðrir búum til og deilum um okkur á netinu. Með því að leyfa börnum að nota miðla sem þau hafa ekki aldur og þroska til þá erum við að gefa þeim leyfi til að stíga þar sínu fyrstu stafrænu fótspor. Netið gleymir engu og þess vegna er það svo að þegar að þessi spor hafa verið tekin þá verður oft ekki aftur snúið. Hérna þurfum við sem eldri erum að passa upp á börnin okkar. Þau eru á mikilvægu þroskaskeiði í lífinu sem felur í sér bæði framfaraskref og feilspor. Þegar að ég fæddist fyrir 30 árum var ekki til neitt sem hét Wi-Fi, Bluetooth eða samfélagsmiðlar. Nei, það er ekki lengra síðan. Ég fékk því að stíga mín feilspor í friði, án þess að þau væru skrásett á netinu. Munum svo að þetta á ekki bara við um það efni sem börn og ungmennisetja sjálf inn á samfélagsmiðla, heldur líka það efni sem við sem foreldrar setjum inn af þeim. Ég vil undirstrika að það er margt jákvætt varðandi tækniframfarir, netnotkun, samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í okkar samfélagi. Það þarf bara ekki að selja nokkrum manni það. Hins vegar höfum við gleymt okkur dálítið í því hvað þetta er allt frábært og skemmtilegt. Þegar að við gefum börnunum okkar leyfi til þess að nota samfélagsmiðla er mikilvægt að við ræðum þessi þrjú atriði við börnin okkar: Skaðlegt efni, áreiti frá ókunnugum og stafrænt fótspor. Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar og þurfum því að taka þessa hluti til okkar. Hvernig getum við ætlast til þess að aðrir passi upp á börnin okkar ef við gerum það ekki? Sama hversu oft börnin okkar segja það þá er það bara einfaldlega ekki svo að það séu „allir á TikTok og Snapchat“. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Miðlalæsi á Íslandi – Hluti III: Haturstal og neikvæð upplifun af netinu- Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Maskínu
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun