Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. október 2022 06:00 Hjólareiðakonan María Ögn talaði um hjólreiðar á Íslandi, atvinnumennskuna og drauminn sem rættist í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. Cafe du Cyclist „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. Draumurinn rættist um fertugt María Ögn er flestum innan hjólreiðaheimsins á íslandi vel kunnug en hún var meðal annars fyrsta konan til að keppa fyrir Íslands hönd í erlendri hjólreiðakeppni. María er menntuð sem sálfræðingur og íþróttakennari og hefur átt stóran þátt í þessari hjólreiðabylgju sem hefur verið á Íslandi síðustu ár. Hún segir hjólreiðaæðið eins og sumir kalli það þó ekki vera tískubylgju, heldur lífsstíl sem vonandi sé kominn til að vera. View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) Í gegnum hjólaferil sinn hefur hún unnið fjölda Íslandsmeistaratitla ásamt því að þjálfa hóp hjólreiðafólks, hérlendis og erlendis og stjórnað stórum hjólreiðakeppnum. Ég er mikill dagdreymari. Mig er búið að dreyma um þetta, eitthvað hliðstætt þessu og svo bara gerist það, segir María um þennan merka áfanga að verða fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum. Í dag er hún á samningi hjá fyrirtæki sem heitir Café du Cycliste, frönsku hjólafatamerki sem hafði upphaflega samband við Maríu vegna samstarfs fyrir tveimur árum síðan. Viðtalið við Maríu Ögn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Setið fyrir á fjallstoppum í evrópu „Þau fundu mig í gegnum Instagram. Ég byrjaði þá að módelast fyrir þau fyrir rúmum tveimur árum og er búin að ferðast með þeim fyrir það „concept“ í smá tíma.“ Merkið er vel þekkt innan hjólareiðaheimsins og segir María mikinn heiður og mikið ævintýri að fá að sitja fyrir á myndum og vera eitt af andlitum merkisins. „Ég er búin að vera á toppum að skipta um föt á rassinum á alls konar fjöllum í evrópu,“ segir María og hlær. Þannig að það er búið að vera mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) View this post on Instagram A post shared by Café du Cycliste (@cafeducycliste) Örlagaríka annað sætið Í október árið 2021 rættist svo stóri draumur Maríu um atvinnumennsku þegar Café du Cycliste buðu henni að koma út til Frakklands og taka þátti í stórri malarhjólreiða keppni eða gravel keppni eins og það kallast. Þar hampaði hún öðru sæti og út frá því var ákveðið að setja saman stelpu hjólalið sem keppir í malarhjólreiðum fyrir hönd fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) María er eins og áður sagði 42 ára og segist hafa orðið örlítið uppi með sér þegar henni var boðið að vera með í hjólaliðinu. Ég roðnaði bara og sagði: Vitiði hvað ég er gömul? Í þessum tilteknu keppnum, gravel, eru vegalengdirnar allt frá 140 - 340 kílómetrar þar sem hjólað er á malarvegum og geta keppnirnar því staðið yfir í allt að átta klukkustundir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kynningarmyndband um Maríu sem sem Café du Cycliste framleiddi en myndbandið er tekið upp á Íslandi. Þarf stundum að klípa sig Í júlí á þessu ári ákvað María að hætta í dagvinnunni sinni þar sem atvinnumennskan bauð ekki upp á það lengur. Hún segir hjólaæfingarnar sjálfar geta verið allt frá tíu til tuttugu klukkustundir á viku eða að meðaltali um þrjár klukkustundir á dag. María segir spennandi tíma framundan þó svo að formlegu keppnistímabili sé nú lokið en undirbúningur fyrir næsta tímabil sé hafinn af fullum krafti. Hún segist stundum þurfa að klípa sig þegar hún hugsi um það að hún sé nú að lifa drauminn. Það sýni henni þó að allt sé mögulegt ef viljinn og eldmóðurinn sé til staðar. Einhvers staðar er maður að leggja inn einhverja punkta, þannig að draumarnir bara rætast! Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hjólreiðar Bakaríið Tengdar fréttir Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 18. október 2022 20:05 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Draumurinn rættist um fertugt María Ögn er flestum innan hjólreiðaheimsins á íslandi vel kunnug en hún var meðal annars fyrsta konan til að keppa fyrir Íslands hönd í erlendri hjólreiðakeppni. María er menntuð sem sálfræðingur og íþróttakennari og hefur átt stóran þátt í þessari hjólreiðabylgju sem hefur verið á Íslandi síðustu ár. Hún segir hjólreiðaæðið eins og sumir kalli það þó ekki vera tískubylgju, heldur lífsstíl sem vonandi sé kominn til að vera. View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) Í gegnum hjólaferil sinn hefur hún unnið fjölda Íslandsmeistaratitla ásamt því að þjálfa hóp hjólreiðafólks, hérlendis og erlendis og stjórnað stórum hjólreiðakeppnum. Ég er mikill dagdreymari. Mig er búið að dreyma um þetta, eitthvað hliðstætt þessu og svo bara gerist það, segir María um þennan merka áfanga að verða fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum. Í dag er hún á samningi hjá fyrirtæki sem heitir Café du Cycliste, frönsku hjólafatamerki sem hafði upphaflega samband við Maríu vegna samstarfs fyrir tveimur árum síðan. Viðtalið við Maríu Ögn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Setið fyrir á fjallstoppum í evrópu „Þau fundu mig í gegnum Instagram. Ég byrjaði þá að módelast fyrir þau fyrir rúmum tveimur árum og er búin að ferðast með þeim fyrir það „concept“ í smá tíma.“ Merkið er vel þekkt innan hjólareiðaheimsins og segir María mikinn heiður og mikið ævintýri að fá að sitja fyrir á myndum og vera eitt af andlitum merkisins. „Ég er búin að vera á toppum að skipta um föt á rassinum á alls konar fjöllum í evrópu,“ segir María og hlær. Þannig að það er búið að vera mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) View this post on Instagram A post shared by Café du Cycliste (@cafeducycliste) Örlagaríka annað sætið Í október árið 2021 rættist svo stóri draumur Maríu um atvinnumennsku þegar Café du Cycliste buðu henni að koma út til Frakklands og taka þátti í stórri malarhjólreiða keppni eða gravel keppni eins og það kallast. Þar hampaði hún öðru sæti og út frá því var ákveðið að setja saman stelpu hjólalið sem keppir í malarhjólreiðum fyrir hönd fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by Maria ICE (@mariaogng) María er eins og áður sagði 42 ára og segist hafa orðið örlítið uppi með sér þegar henni var boðið að vera með í hjólaliðinu. Ég roðnaði bara og sagði: Vitiði hvað ég er gömul? Í þessum tilteknu keppnum, gravel, eru vegalengdirnar allt frá 140 - 340 kílómetrar þar sem hjólað er á malarvegum og geta keppnirnar því staðið yfir í allt að átta klukkustundir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kynningarmyndband um Maríu sem sem Café du Cycliste framleiddi en myndbandið er tekið upp á Íslandi. Þarf stundum að klípa sig Í júlí á þessu ári ákvað María að hætta í dagvinnunni sinni þar sem atvinnumennskan bauð ekki upp á það lengur. Hún segir hjólaæfingarnar sjálfar geta verið allt frá tíu til tuttugu klukkustundir á viku eða að meðaltali um þrjár klukkustundir á dag. María segir spennandi tíma framundan þó svo að formlegu keppnistímabili sé nú lokið en undirbúningur fyrir næsta tímabil sé hafinn af fullum krafti. Hún segist stundum þurfa að klípa sig þegar hún hugsi um það að hún sé nú að lifa drauminn. Það sýni henni þó að allt sé mögulegt ef viljinn og eldmóðurinn sé til staðar. Einhvers staðar er maður að leggja inn einhverja punkta, þannig að draumarnir bara rætast! Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hjólreiðar Bakaríið Tengdar fréttir Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 18. október 2022 20:05 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01
Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22
Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 18. október 2022 20:05
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp