Hvað er dauðakvíði? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 17. október 2022 16:31 Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun