Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 14:01 Styrmir Snær Þrastarson í sínum fyrsta leik með Þórsliðinu á þessu tímabili. Vísir/Diego Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum