Stjórn Prestafélagsins fundar í dag í skugga afsagnar formanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2022 14:34 Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Vísir/Vilhelm t.v. Kirkjan.is t.h. Stjórn Prestafélags Íslands fundar í dag um næstu skref nú í kjölfar þess að formaður félagsins hefur sagt af sér eftir vantraustsyfirlýsingu prestvígðra kvenna. Varaformaður félagsins segir forgangsmál að lægja öldurnar. Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“ Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“
Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15