Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki Árni Jóhansson skrifar 13. október 2022 22:51 Milka skoraði 19 stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns. „Svo byrjaði Turner III að skjóta og var að setja þvílík skot ofan í en ef hann hefði ekki hitt úr nokkrum þeirra þá hefði þetta verið önnur saga. Við höfum dýpt í liðinu okkar og það eru margir sem geta komið að leiknum og skorað og það gerðist í kvöld og við náðum í sigurinn.“ Milka var einn af þeim sem steig upp í kvöld og skoraði m.a. níu stig í röð í upphafi seinni hálfleiks til að hefja áhlaup Keflvíkinga og hann var spurður að því hverjar skipanirnar hefðu verið komandi inn í hálfleikinn en hann fann fjöl sína heldur betur í kringum vítateiginn. Milka endaði leikinn með 19 stig. Milka spilaði góða vörn að venju.Vísir/Hulda Margrét „Engar sérstakar skipanir. Ég þarf bara að spila minn leik, við erum með 10 menn sem hægt er að nota vel og þetta verður ekki lið þar sem einn eða tveir sjá um stigaskorunina. Í vetur snýst þetta um að dýptina, sem er styrkur okkar, að allir hafa hlutverk og að við erum óeigingjarnt lið. Í upphafi þriðja leikhluta þá sáum við hvernig þeir voru að spila varnarleikinn og mínir men fundu mig og ég hitti vel.“ Tímabilið er náttúrlega nýbyrjað en Milka var spurður hvert hugurinn leitaði um það hversu langt þetta lið myndi ná. „Það er bara næsti leikur á mánudaginn. Það er bikarleikur. Við þurfum að hvíla okkur og einbeita okkur svo að því að vinna þann leik.“ Barist um alla bolta.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Milka spurður að því hvað hann hafi lært um liðið sitt í dag. „Það skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki. Mörg önnur lið hefðu lagt árar í bát og tapað þessum lei ken við stóðum af okkur storminn og ég verð að hrósa Stjörnunni því þeir skoruðu mörg erfið stig. Sem betur fer náðum við í sigurinn og þetta er mjög gott skref í því sem við erum að byggja“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Svo byrjaði Turner III að skjóta og var að setja þvílík skot ofan í en ef hann hefði ekki hitt úr nokkrum þeirra þá hefði þetta verið önnur saga. Við höfum dýpt í liðinu okkar og það eru margir sem geta komið að leiknum og skorað og það gerðist í kvöld og við náðum í sigurinn.“ Milka var einn af þeim sem steig upp í kvöld og skoraði m.a. níu stig í röð í upphafi seinni hálfleiks til að hefja áhlaup Keflvíkinga og hann var spurður að því hverjar skipanirnar hefðu verið komandi inn í hálfleikinn en hann fann fjöl sína heldur betur í kringum vítateiginn. Milka endaði leikinn með 19 stig. Milka spilaði góða vörn að venju.Vísir/Hulda Margrét „Engar sérstakar skipanir. Ég þarf bara að spila minn leik, við erum með 10 menn sem hægt er að nota vel og þetta verður ekki lið þar sem einn eða tveir sjá um stigaskorunina. Í vetur snýst þetta um að dýptina, sem er styrkur okkar, að allir hafa hlutverk og að við erum óeigingjarnt lið. Í upphafi þriðja leikhluta þá sáum við hvernig þeir voru að spila varnarleikinn og mínir men fundu mig og ég hitti vel.“ Tímabilið er náttúrlega nýbyrjað en Milka var spurður hvert hugurinn leitaði um það hversu langt þetta lið myndi ná. „Það er bara næsti leikur á mánudaginn. Það er bikarleikur. Við þurfum að hvíla okkur og einbeita okkur svo að því að vinna þann leik.“ Barist um alla bolta.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Milka spurður að því hvað hann hafi lært um liðið sitt í dag. „Það skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki. Mörg önnur lið hefðu lagt árar í bát og tapað þessum lei ken við stóðum af okkur storminn og ég verð að hrósa Stjörnunni því þeir skoruðu mörg erfið stig. Sem betur fer náðum við í sigurinn og þetta er mjög gott skref í því sem við erum að byggja“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00