Geðheilbrigðisstarfsmaður í lögreglubíl Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:00 Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Alþingi Fíkn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar