Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Snorri Másson skrifar 13. október 2022 10:30 Í Vídalínskirkju hafa verið gerðar breytingar á námsefni í fermingarfræðslu, þar sem tíunda boðorðið hefur verið fellt út. Kirkjuklukkur/Guðmundur Karl Einarsson Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022 Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022
Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira