Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 16:31 Söng- og leikkonan Selena Gomez sýnir nýja hlið á sjálfri sér í heimildamynd sinni My Mind & Me sem kemur út 4. nóvember. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. „Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni. Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni.
Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51
Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið