Hraðari málsmeðferð og einfaldara regluverk á byggingamarkaði er lykilatriði Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. október 2022 10:31 Stóra verkefni íslensks efnahagslífs og stjórnmála næstu ár verður að koma húsnæðismarkaðnum í jafnvægi. Byggingastarfsemi er stór hluti efnahagslífsins og nam um 9% vergrar landsframleiðslu fyrir Covid og um 8% vinnuafls. Í tímans rás hefur húsnæðismarkaðurinn sveiflast mikið, mun meira en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Nú er svo komið að eftirspurn eftir húsnæði er langt umfram framboð sem hefur leitt til gríðarlegra hækkana á fasteignaverði. Að búa í öruggu húsnæði og að hafa efni á öruggu húsnæði skiptir okkur öll máli. Meginhutverk stjórnvalda er að skapa ramma um þessa mikilvægu efnahags- og samfélagsstoð með einhverjum fyrirsjánleika, þar sem samkeppnishindranir eru síður til staðar og að vinna að því að stytta þann tíma sem tekur að koma verkefnum af stað. Því er ágætt að minna sig á það reglulega að hvorki ríki né sveitarfélög byggja íbúðir. Hlutverk þeirra er að klára skipulag og móta starfsumhverfi þeirra sem byggja íbúðir. Ein af þeim leiðum til að koma í veg fyrir langvarandi skort er að einfalda þetta umhverfi og stytta þann tíma sem tekur að byggja húsnæði. Það er merkilegt til þess að vita að það getur tekið um fimm ár að koma nýrri íbúðablokk á laggirnar, þar af er byggingartíminn um tvö ár. Sóknarfærin eru svo sannarlega fyrir hendi. Í nóvember 2020 kom út skýrsla OECD um samkeppnismat á íslenskum byggingamarkaði. Við lestur hennar má sjá að mikil sóknarfæri til hagræðingar liggja í því að gera regluverkið þannig úr garði að það styðji betur við virka samkeppni. OECD greinir 447 mögulegar samkeppnishindranir þegar kemur að skipulagsmálum, byggingareglugerðum, byggingavörum og löggildingu starfsgreina. Tillögur til úrbóta eru 316 talsins. Helstu tillögur að úrbótum í skipulagsmálum voru m.a. að endurskoða í heild ferli skipulagsákvarðana sveitarfélaga með það að markmiði að einfalda og skýra verklagið. taka til skoðunar að draga úr kröfum um fjölda bílastæða í Reykjavík vegna áhrifa á byggingakostnað, eða móta minna íþyngjandi leiðir til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Endurskoða ferli og reglur sem gilda um úthlutun lóða til að skýra ferlið og auka framboð lóða í samræmi við eftirspurn. Reglur um lóðaúthlutun ættu ekki að hygla þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á markaði. Þær ættu heldur ekki að vera óþarflega hamlandi, t.d. hvað varðar skil á lóðum. Helstu tillögur til einföldunar á mannvirkjalögum voru m.a. Að einfalda ferlið við veitingu byggingarleyfa með því að setja skýra tímafresti og skilyrði. Umsóknarferlið ætti að vera að fullu rafrænt. Skilyrði fyrir veitingu byggingarleyfa ættu að byggjast á áhættumati á tegund bygginga. Að öðrum kosti ættu smærri og einfaldari verkefni að geta fengið flýtimeðferð. Tilkynningarskyldu um minni háttar framkvæmdir, sem ekki eru háðar byggingarleyfi, ætti að afnema eða einfalda verulega. Skilyrði um aðkomu tiltekinna starfsgreina að framkvæmdum ætti að miða við tegund framkvæmda. Endurskoða má ákvæði sem kveða á um skilyrði um lágmarksgæði og aðgengi fyrir alla í því skyni að auka vægi markmiðsmiðaðra ákvarðana í stað forskriftarákvæða sem takmarka hvernig tilteknum markmiðum megi ná. Einnig eru fjölmargar tillögur er snúa að byggingarvörum og helstu niðurstöður þar eru að innleiðing reglugerða ESB um byggingavörur hafi verið gerð með víðtækari hætti en nauðsynlegt er. Lögin hér eru því meira íþyngjandi en skuldbindingar Íslands eru samkvæmt EES samningnum. Niðurgreiðslur á flutningskostnaði vegna byggingarframkvæmda eru til þess fallnar að draga úr samkeppni samkvæmt OECD. Varðandi löggildingu starfsgreina kemur í ljós að lögverndaðar starfsgreinar hér á landi eru töluvert fleiri en í öðrum Evrópulöndum og löndum innan OECD. Niðurstöður skýrsluhöfunda eru þær að miklir möguleikar felist í því að einfalda regluverkið þannig að það styðji betur við virka samkeppni. Þannig má skapa sveigjanlegra umhverfi, fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Mín niðurstaða eftir lestur þessarar skýrslu er sú að mikilvægt skref til að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn sé að einfalda þetta umhverfi og stytta þann tíma sem það tekur að koma verkefnum á koppinn. Það þarf ekki alltaf að dæla peningum í hítina, betra er að skoða hvort ekki sé hagkvæmara að einfalda og laga þau kerfi og það umhverfi sem við vinnum í. Aðilar á markaði geta ekki brugðist hratt við breytingum í þunglamalegu kerfi. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög fari í þá vinnu að einfalda regluverkið með það að leiðarljósi að geta brugðist hraðar við þeim sveiflum sem einkenna húsnæðismarkaðinn án þess þó að fórna öryggi og gæðum. Það er þó aftur á móti mjög áhugavert að ekki sé verið að byggja á öllum þeim lóðum sem þegar eru tilbúnar og jafnvel búið að úthluta. Þá er einnig vert að taka til skoðunar hvernig bankar hafa mögulega haft áhrif á sveiflumyndun á þessum markaði með lánastefnu sinni og með henni ýtt undir óeðlilega þenslu og skort í gegnum tíðina í stað þess að leita leiða til að stuðla að þeim stöðuleika sem húsnæðismarkaðurinn þarf svo sárlega. En það er efni í aðra grein. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Byggingariðnaður Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Stóra verkefni íslensks efnahagslífs og stjórnmála næstu ár verður að koma húsnæðismarkaðnum í jafnvægi. Byggingastarfsemi er stór hluti efnahagslífsins og nam um 9% vergrar landsframleiðslu fyrir Covid og um 8% vinnuafls. Í tímans rás hefur húsnæðismarkaðurinn sveiflast mikið, mun meira en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Nú er svo komið að eftirspurn eftir húsnæði er langt umfram framboð sem hefur leitt til gríðarlegra hækkana á fasteignaverði. Að búa í öruggu húsnæði og að hafa efni á öruggu húsnæði skiptir okkur öll máli. Meginhutverk stjórnvalda er að skapa ramma um þessa mikilvægu efnahags- og samfélagsstoð með einhverjum fyrirsjánleika, þar sem samkeppnishindranir eru síður til staðar og að vinna að því að stytta þann tíma sem tekur að koma verkefnum af stað. Því er ágætt að minna sig á það reglulega að hvorki ríki né sveitarfélög byggja íbúðir. Hlutverk þeirra er að klára skipulag og móta starfsumhverfi þeirra sem byggja íbúðir. Ein af þeim leiðum til að koma í veg fyrir langvarandi skort er að einfalda þetta umhverfi og stytta þann tíma sem tekur að byggja húsnæði. Það er merkilegt til þess að vita að það getur tekið um fimm ár að koma nýrri íbúðablokk á laggirnar, þar af er byggingartíminn um tvö ár. Sóknarfærin eru svo sannarlega fyrir hendi. Í nóvember 2020 kom út skýrsla OECD um samkeppnismat á íslenskum byggingamarkaði. Við lestur hennar má sjá að mikil sóknarfæri til hagræðingar liggja í því að gera regluverkið þannig úr garði að það styðji betur við virka samkeppni. OECD greinir 447 mögulegar samkeppnishindranir þegar kemur að skipulagsmálum, byggingareglugerðum, byggingavörum og löggildingu starfsgreina. Tillögur til úrbóta eru 316 talsins. Helstu tillögur að úrbótum í skipulagsmálum voru m.a. að endurskoða í heild ferli skipulagsákvarðana sveitarfélaga með það að markmiði að einfalda og skýra verklagið. taka til skoðunar að draga úr kröfum um fjölda bílastæða í Reykjavík vegna áhrifa á byggingakostnað, eða móta minna íþyngjandi leiðir til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Endurskoða ferli og reglur sem gilda um úthlutun lóða til að skýra ferlið og auka framboð lóða í samræmi við eftirspurn. Reglur um lóðaúthlutun ættu ekki að hygla þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á markaði. Þær ættu heldur ekki að vera óþarflega hamlandi, t.d. hvað varðar skil á lóðum. Helstu tillögur til einföldunar á mannvirkjalögum voru m.a. Að einfalda ferlið við veitingu byggingarleyfa með því að setja skýra tímafresti og skilyrði. Umsóknarferlið ætti að vera að fullu rafrænt. Skilyrði fyrir veitingu byggingarleyfa ættu að byggjast á áhættumati á tegund bygginga. Að öðrum kosti ættu smærri og einfaldari verkefni að geta fengið flýtimeðferð. Tilkynningarskyldu um minni háttar framkvæmdir, sem ekki eru háðar byggingarleyfi, ætti að afnema eða einfalda verulega. Skilyrði um aðkomu tiltekinna starfsgreina að framkvæmdum ætti að miða við tegund framkvæmda. Endurskoða má ákvæði sem kveða á um skilyrði um lágmarksgæði og aðgengi fyrir alla í því skyni að auka vægi markmiðsmiðaðra ákvarðana í stað forskriftarákvæða sem takmarka hvernig tilteknum markmiðum megi ná. Einnig eru fjölmargar tillögur er snúa að byggingarvörum og helstu niðurstöður þar eru að innleiðing reglugerða ESB um byggingavörur hafi verið gerð með víðtækari hætti en nauðsynlegt er. Lögin hér eru því meira íþyngjandi en skuldbindingar Íslands eru samkvæmt EES samningnum. Niðurgreiðslur á flutningskostnaði vegna byggingarframkvæmda eru til þess fallnar að draga úr samkeppni samkvæmt OECD. Varðandi löggildingu starfsgreina kemur í ljós að lögverndaðar starfsgreinar hér á landi eru töluvert fleiri en í öðrum Evrópulöndum og löndum innan OECD. Niðurstöður skýrsluhöfunda eru þær að miklir möguleikar felist í því að einfalda regluverkið þannig að það styðji betur við virka samkeppni. Þannig má skapa sveigjanlegra umhverfi, fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Mín niðurstaða eftir lestur þessarar skýrslu er sú að mikilvægt skref til að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn sé að einfalda þetta umhverfi og stytta þann tíma sem það tekur að koma verkefnum á koppinn. Það þarf ekki alltaf að dæla peningum í hítina, betra er að skoða hvort ekki sé hagkvæmara að einfalda og laga þau kerfi og það umhverfi sem við vinnum í. Aðilar á markaði geta ekki brugðist hratt við breytingum í þunglamalegu kerfi. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög fari í þá vinnu að einfalda regluverkið með það að leiðarljósi að geta brugðist hraðar við þeim sveiflum sem einkenna húsnæðismarkaðinn án þess þó að fórna öryggi og gæðum. Það er þó aftur á móti mjög áhugavert að ekki sé verið að byggja á öllum þeim lóðum sem þegar eru tilbúnar og jafnvel búið að úthluta. Þá er einnig vert að taka til skoðunar hvernig bankar hafa mögulega haft áhrif á sveiflumyndun á þessum markaði með lánastefnu sinni og með henni ýtt undir óeðlilega þenslu og skort í gegnum tíðina í stað þess að leita leiða til að stuðla að þeim stöðuleika sem húsnæðismarkaðurinn þarf svo sárlega. En það er efni í aðra grein. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun