Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 16:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðanda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. „Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
„Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34