Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik Siggeir F. Ævarsson skrifar 7. október 2022 23:29 Keflvíkingar unnu nauman sigur gegn Tindastól í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80 Bæði lið eru gríðarlega vel mönnuð en einnig að vinna úr einhverjum meiðslum. David Okeke var í Keflavíkurbúning í fyrsta sinn í deildarleik síðan í desember á síðasta ári og átti ágæta spretti en þó er augljóst að það er nokkuð í að leikformið skili sér til baka. Hjá Stólunum hituðu bæði Sigurður Þorsteinsson og Zoran Vrkic upp en Zoran var þó ekki í búning og Sigurður sat allan tímann á bekknum og verður ekki klár alveg á næstunni. Fjarvera þeirra virtist þó ekki há Stólunum mikið. Bæði lið voru að rúlla á mörgum leikmönnum og að fá drjúgt framlag úr ýmsum áttum. Hjá Keflavík fór hinn bandaríski Eric Ayala fyrir stigaskorinu í fyrri hálfleik með 14 stig. Hjá gestunum voru þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Andoms Drungilas báðir komnir með 13 stig á töfluna í hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn fram að hálfleik en Stólarnir um það bil hálfu skrefi á undan. Munaði þar mestu um góða nýtingu þeirra fyrir utan þriggastiga línuna, sem var 50% þegar best lét. Þá voru þeir duglegir að sækja sóknarfráköst og körfur uppúr þeim, en norðanmenn voru með jafnmörg sóknar- og varnafráköst í hálfleik, 10 af hvoru tagi. Staðan í hálfleik 46-51 en gestirnir náðu að byggja upp 13 stiga forskot þegar mest var, áður en heimamenn tóku smá sprett í lokin og löguðu stöðuna fyrir hálfleikinn. Tindastólsmenn urðu fyrir töluverði blóðtöku á 24. mínútu þegar Drungilas var sendur útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Milka, en þeir félagar höfðu verið að atast í hvor öðrum allan leikinn og í raun bara tímaspursmál hvenær myndi sjóða uppúr. Klókt hjá Milka sem veiddi Drungilas hreinlega í gildru sem hann kolféll í. Gestirnir létu miðherjaleysið þó ekki á sig fá en hinn bráðum fertugi Axel Kárason spilaði rúmar 33 mínútur í kvöld og tók við keflinu í baráttunni við Milka í teignum. Keflvíkingar reyndu að færa sér þessa stöðu í nyt en Hjalti Þór þjálfari þeirra sagði eftir leik að þeir hefðu í raun farið alveg í baklás við þetta og farið að þvinga boltann of mikið inn í teiginn. Leikurinn var eins og áður sagði æsispennandi allt til loka og bæði lið áttu séns á að næla í sigurinn, en það voru Keflvíkingar sem náðu að loka þessu. Badmus fékk þó síðasta skotið sem hefði tryggt gestunum sigurinn en skotið var of fast og flaug yfir hringinn. Mögulega orðinn lúinn en Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls, sagði í viðtali eftir leik að það hefði í raun verið tvísýnt hvort hann hefði hreinlega getað spilað með í kvöld. Af hverju vann Keflavík? Þegar stórt er spurt! Bæði lið hefðu átt sigurinn fyllilega skilið í kvöld en Keflavík kláraði sín skot vel undir lokin og þá munaði töluvert um einstaklingsframtak Harðar Axels sem steig upp undir lokin og setti tvo risastóra þrista í „krönsinu“. Hvað gekk illa? Gestunum gekk afar vel framan af að skora fyrir utan þriggastiga línuna, og voru með 50% nýtingu framan af leik. Eftir það fjaraði töluvert undan henni en þeir hættu þó ekki að skjóta þessum skotum. Endaði nýtingin í 33%. Sigtryggur Arnar Björnsson, sem getur verið ansi skotviss þegar þannig liggur á honum, lét vaða í 16 þrista en hitti aðeins úr 4. Hverjir stóðu upp úr? Hinn bandaríski Eric Ayala fór fyrir stigaskori Keflvíkinga í kvöld með 21 stig, en Hörður Axel Vilhjálmsson var þeirra mikilvægasti leikmaður í kvöld. Endaði með 15 stig og 9 stoðsendingar, og tvo risa þrista þegar á reyndi í lokin. Hjá Tindastóli var það sömuleiðis bandaríski leikmaðurinn sem dró vagninn í stigaskorinu. Woods Antonio Keyshawn endaði stigahæstur með 22 stig en Stólarnir fengu drjúg stig frá öllu byrjunarliðinu, allir með 12 stig eða meira. Hinn ungi Ragnar Ágústsson, sem lék með Þór Akureyri í fyrra, átti virkilega góðan dag og setti 13 stig og bætti við 5 fráköst og var 3 af 4 í þristum. Hvað gerist næst? Tindastóll fær ÍR í heimsókn 13. október og Keflvíkingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ sama kvöld. „Mögulega var það munurinn á fjölda vítaskota liðanna sem reið baggamuninn hér í lokin“ Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls.ABA Liga Vladimir Anzulovic, nýr þjálfari Tindastóls, var nokkuð nálægt því að landa sigri í sínum fyrsta deildarleik á Íslandi í kvöld en skorti herslumuninn í lokin. Hann taldi við fyrstu sýn að mögulega hefði vítanýtingin fellt hans lið þegar á hólminn var komið. „Þetta var hörkuleikur, virkilega erfiður. Ég vil bara byrja á að óska Keflvíkingum til hamingju með góðan sigur. Þessi leikur hefði getað fallið hvoru liðinu sem er í skaut fannst mér. Við vorum betri í fyrri hálfleik og þeir í seinni og það réð úrslitum að lokum. En ég er mjög ánægður með mína leikmenn og hvernig þeir spiluðu hér í kvöld. Það voru vissulega nokkur einstaklingsmistök inn á milli en við áttum erfiða viku í aðdraganda leiksins. Það munaði minnstu að Badmus gæti ekki spilað leikinn en hann harkaði af sér og ég er mjög þakklátur fyrir það, hann fórnaði sér fyrir liðið. Okkur vantar nokkra leikmenn í liðið, en leiðin liggur bara upp á við eftir þetta. Mögulega var það munurinn á fjölda vítaskota liðanna sem reið baggamuninn hér í lokin.“ Vladimir lét þó engan bilbug á sér finna eftir þetta tap enda engin ástæða til svona snemma á tímabilinu. Hann var nokkuð upplitsdjarfur aðspurður um framhaldið og tímabilið sem er framundan. „Ég er handviss um að við munum bæta okkur hratt og örugglega eftir því sem líður á tímabilið og leikmenn komast í betri takt og form. Við viljum auðvitað fá Sigga aftur sem fyrst og svo söknuðum við auðvitað Drungilas í seinni hálfleik. En þetta er eitthvað sem gerist og við verðum bara að vera tilbúnir að spila úr þeim spilum sem okkur er gefið. Íslenskur körfubolti byggir náttúrulega á framlagi íslenskra leikmanan og við söknum nokkurra leikmanna sem voru drjúgir fyrir liðið okkar í fyrra.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Zoran Vrkic eru báðir meiddir sem sakir standa. Þeir hituðu þó báðir upp fyrir leik og Siggi var á skýrslu, þrátt fyrir að vera ekki leikfær. Er langt í að þeir snúi aftur á völlinn? „Siggi mun þurfa einhvern tíma enn, en Zoran verður kominn aftur á fullt fljótlega vona ég. Að lokum vil ég bara óska Keflavík aftur til hamingju með sigurinn og þakka aðdáendum okkar úr firðinum fagra fyrir að mæta hérna í kvöld og styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Körfubolti
Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80 Bæði lið eru gríðarlega vel mönnuð en einnig að vinna úr einhverjum meiðslum. David Okeke var í Keflavíkurbúning í fyrsta sinn í deildarleik síðan í desember á síðasta ári og átti ágæta spretti en þó er augljóst að það er nokkuð í að leikformið skili sér til baka. Hjá Stólunum hituðu bæði Sigurður Þorsteinsson og Zoran Vrkic upp en Zoran var þó ekki í búning og Sigurður sat allan tímann á bekknum og verður ekki klár alveg á næstunni. Fjarvera þeirra virtist þó ekki há Stólunum mikið. Bæði lið voru að rúlla á mörgum leikmönnum og að fá drjúgt framlag úr ýmsum áttum. Hjá Keflavík fór hinn bandaríski Eric Ayala fyrir stigaskorinu í fyrri hálfleik með 14 stig. Hjá gestunum voru þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Andoms Drungilas báðir komnir með 13 stig á töfluna í hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn fram að hálfleik en Stólarnir um það bil hálfu skrefi á undan. Munaði þar mestu um góða nýtingu þeirra fyrir utan þriggastiga línuna, sem var 50% þegar best lét. Þá voru þeir duglegir að sækja sóknarfráköst og körfur uppúr þeim, en norðanmenn voru með jafnmörg sóknar- og varnafráköst í hálfleik, 10 af hvoru tagi. Staðan í hálfleik 46-51 en gestirnir náðu að byggja upp 13 stiga forskot þegar mest var, áður en heimamenn tóku smá sprett í lokin og löguðu stöðuna fyrir hálfleikinn. Tindastólsmenn urðu fyrir töluverði blóðtöku á 24. mínútu þegar Drungilas var sendur útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Milka, en þeir félagar höfðu verið að atast í hvor öðrum allan leikinn og í raun bara tímaspursmál hvenær myndi sjóða uppúr. Klókt hjá Milka sem veiddi Drungilas hreinlega í gildru sem hann kolféll í. Gestirnir létu miðherjaleysið þó ekki á sig fá en hinn bráðum fertugi Axel Kárason spilaði rúmar 33 mínútur í kvöld og tók við keflinu í baráttunni við Milka í teignum. Keflvíkingar reyndu að færa sér þessa stöðu í nyt en Hjalti Þór þjálfari þeirra sagði eftir leik að þeir hefðu í raun farið alveg í baklás við þetta og farið að þvinga boltann of mikið inn í teiginn. Leikurinn var eins og áður sagði æsispennandi allt til loka og bæði lið áttu séns á að næla í sigurinn, en það voru Keflvíkingar sem náðu að loka þessu. Badmus fékk þó síðasta skotið sem hefði tryggt gestunum sigurinn en skotið var of fast og flaug yfir hringinn. Mögulega orðinn lúinn en Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls, sagði í viðtali eftir leik að það hefði í raun verið tvísýnt hvort hann hefði hreinlega getað spilað með í kvöld. Af hverju vann Keflavík? Þegar stórt er spurt! Bæði lið hefðu átt sigurinn fyllilega skilið í kvöld en Keflavík kláraði sín skot vel undir lokin og þá munaði töluvert um einstaklingsframtak Harðar Axels sem steig upp undir lokin og setti tvo risastóra þrista í „krönsinu“. Hvað gekk illa? Gestunum gekk afar vel framan af að skora fyrir utan þriggastiga línuna, og voru með 50% nýtingu framan af leik. Eftir það fjaraði töluvert undan henni en þeir hættu þó ekki að skjóta þessum skotum. Endaði nýtingin í 33%. Sigtryggur Arnar Björnsson, sem getur verið ansi skotviss þegar þannig liggur á honum, lét vaða í 16 þrista en hitti aðeins úr 4. Hverjir stóðu upp úr? Hinn bandaríski Eric Ayala fór fyrir stigaskori Keflvíkinga í kvöld með 21 stig, en Hörður Axel Vilhjálmsson var þeirra mikilvægasti leikmaður í kvöld. Endaði með 15 stig og 9 stoðsendingar, og tvo risa þrista þegar á reyndi í lokin. Hjá Tindastóli var það sömuleiðis bandaríski leikmaðurinn sem dró vagninn í stigaskorinu. Woods Antonio Keyshawn endaði stigahæstur með 22 stig en Stólarnir fengu drjúg stig frá öllu byrjunarliðinu, allir með 12 stig eða meira. Hinn ungi Ragnar Ágústsson, sem lék með Þór Akureyri í fyrra, átti virkilega góðan dag og setti 13 stig og bætti við 5 fráköst og var 3 af 4 í þristum. Hvað gerist næst? Tindastóll fær ÍR í heimsókn 13. október og Keflvíkingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ sama kvöld. „Mögulega var það munurinn á fjölda vítaskota liðanna sem reið baggamuninn hér í lokin“ Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls.ABA Liga Vladimir Anzulovic, nýr þjálfari Tindastóls, var nokkuð nálægt því að landa sigri í sínum fyrsta deildarleik á Íslandi í kvöld en skorti herslumuninn í lokin. Hann taldi við fyrstu sýn að mögulega hefði vítanýtingin fellt hans lið þegar á hólminn var komið. „Þetta var hörkuleikur, virkilega erfiður. Ég vil bara byrja á að óska Keflvíkingum til hamingju með góðan sigur. Þessi leikur hefði getað fallið hvoru liðinu sem er í skaut fannst mér. Við vorum betri í fyrri hálfleik og þeir í seinni og það réð úrslitum að lokum. En ég er mjög ánægður með mína leikmenn og hvernig þeir spiluðu hér í kvöld. Það voru vissulega nokkur einstaklingsmistök inn á milli en við áttum erfiða viku í aðdraganda leiksins. Það munaði minnstu að Badmus gæti ekki spilað leikinn en hann harkaði af sér og ég er mjög þakklátur fyrir það, hann fórnaði sér fyrir liðið. Okkur vantar nokkra leikmenn í liðið, en leiðin liggur bara upp á við eftir þetta. Mögulega var það munurinn á fjölda vítaskota liðanna sem reið baggamuninn hér í lokin.“ Vladimir lét þó engan bilbug á sér finna eftir þetta tap enda engin ástæða til svona snemma á tímabilinu. Hann var nokkuð upplitsdjarfur aðspurður um framhaldið og tímabilið sem er framundan. „Ég er handviss um að við munum bæta okkur hratt og örugglega eftir því sem líður á tímabilið og leikmenn komast í betri takt og form. Við viljum auðvitað fá Sigga aftur sem fyrst og svo söknuðum við auðvitað Drungilas í seinni hálfleik. En þetta er eitthvað sem gerist og við verðum bara að vera tilbúnir að spila úr þeim spilum sem okkur er gefið. Íslenskur körfubolti byggir náttúrulega á framlagi íslenskra leikmanan og við söknum nokkurra leikmanna sem voru drjúgir fyrir liðið okkar í fyrra.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Zoran Vrkic eru báðir meiddir sem sakir standa. Þeir hituðu þó báðir upp fyrir leik og Siggi var á skýrslu, þrátt fyrir að vera ekki leikfær. Er langt í að þeir snúi aftur á völlinn? „Siggi mun þurfa einhvern tíma enn, en Zoran verður kominn aftur á fullt fljótlega vona ég. Að lokum vil ég bara óska Keflavík aftur til hamingju með sigurinn og þakka aðdáendum okkar úr firðinum fagra fyrir að mæta hérna í kvöld og styðja dyggilega við bakið á okkur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum