Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:40 Jónatan Magnússon var sáttur við sína menn í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. „Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
„Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira