Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:51 Yfir sextíu prósent þeirra flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu. AP/Sergei Grits Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira