Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 12:44 Mismiklar skemmdir urðu eftir íbúðum við Holtsveg í Urriðaholti. vísir/vilhelm Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar. Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus. Garðabær Orkumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus.
Garðabær Orkumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira