Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 12:44 Mismiklar skemmdir urðu eftir íbúðum við Holtsveg í Urriðaholti. vísir/vilhelm Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar. Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus. Garðabær Orkumál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus.
Garðabær Orkumál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira