Konsúlnum, Motoki Tatsunori, var sleppt eftir nokkra klukkustunda varðhald. Hirokazu Matsuno, talsmaður stjórnvalda í Japan, sagði að bundið hefði verið fyrir augu Tatsunori, hann handjárnaður og honum ógnað. Um væri að ræða klárt brot á Vínarsáttmálanum um diplómatísk samskipti.
Stjórnvöld í Tókýó hafa mótmælt framgöngu Rússa og gefið til kynna að þau kunni að grípa til aðgerða vegna málsins.
Öryggisþjónustan sagði aftur á móti að Tatsunori hefði verið gripinn glóðvolgur við að höndla með upplýsingar um áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahagsástandið í austasta hluta Rússlands. Um væri að ræða trúnaðarupplýsingar sem einnig fjölluðu um samskipti Rússa við ónefnt Asíu-Kyrrahafsríki, sem Tatsunori hefði greitt fyrir.
Japanir hafa neitað sök fyrir hönd Tatsunori og segja hann munu yfirgefa landið tafarlaust.