Auk þess hefur Þórunn starfað undanfarin átta ár sem sérfræðingur hjá spítalanum en forveri hennar í starfi Anna Sigrún Baldursdóttir lætur af störfum þann 1. október. Hún starfaði í níu ár sem aðstoðarmaður forstjóra spítalans og síðar sem framkvæmdastjóri.
Anna Sigrún hefur verið ráðin sem skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur ríka reynslu af því að vera stjórnandi í opinberri þjónustu.