„Það sem gladdi mig mest var að við héldum hreinu og héldum ákefðinni í okkar leik allan leikinna. Við fengum líka mörk frá fimm mismunandi markaskorurum sem var jákvætt,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, að leik loknum.
„Brynja Rán skorar sitt fyrsta deildarmark fyrir meistaraflokk í þessum leik sem er sérstaklega ánægjulegt. Við komum annars inn í þennan leik af miklum krafti og skoruðum fimm góð mörk,“ sagði hann enn fremur.
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í síðuðstu umferð deildarinnar en Nik sagði að hann hefði verið ánægður með frammistöðuna sinna leikmanna í þeim leik og margt sem hefði verið hægt að byggja á frá þeim leik.
„Það er langsótt að við munum ná að hirða þriðja sætið af Stjörnunni en þrátt fyrir tapið gegn þeim í síðasta leik var ég ánægður með spilamennskuna í þeim leik og við náðum að taka margt úr þeim leik með okkur í þennan,“ sagði Nik.