Að taka í handbremsuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. september 2022 09:00 Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun