Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. október 2025 07:03 Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar