Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2022 20:00 Aðgerðir lögreglu og sérsveitar á miðvikudag voru gríðarlega umfangsmiklar. Leitað var í níu húsum að vopnum og gögnum sem gætu tengst málinu. Aðsent Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn: Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn:
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09