Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2022 20:00 Aðgerðir lögreglu og sérsveitar á miðvikudag voru gríðarlega umfangsmiklar. Leitað var í níu húsum að vopnum og gögnum sem gætu tengst málinu. Aðsent Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn: Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn:
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09