England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 20:45 Ítalir fagna markinu sínu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. Lærisveinar Gareth Southgate hafa nú leikið fimm leiki án sigurs og þá er sóknarleikur liðsins einkar bitlaus. Southgate kom öllum að óvörum og stillti upp i nokkuð sóknarsinnað 4-2-3-1 leikkerfi. Harry Kane í baráttunni við Leonardo Bonucci í leik kvöldsins.EPA-EFE/MATTEO BAZZ Þó England hafi verið meira með boltann og átt fleiri skot þá verður seint sagt að liðið hafi ógnað marki Ítalíu að einhverju viti. Sama verður sagt um Ítali, það er þangað til þeir komust yfir. Markið kom um miðbik síðari hálfleiks þegar Giacomo Raspadori, leikmaður Napoli, skoraði með frábæru skoti eftir sendingu Leonardo Bonucci. Staðan orðin 1-0 Ítalíu í vil og þegar fimm mínútur voru til leiksloka voru Manolo Gabbiadini og Federico Dimarco nálægt því að tvöfalda hana. Nick Pope varði meistaralega frá Gabbiadini og Dimarco skaut síðan í stöngina. Það kom ekki að sök fyrir heimamenn þar sem Ítalía vann 1-0 sigur í Mílanóborg í kvöld. 5 - England have gone five matches without a win for the first time since 2014, and have gone five competitive matches without winning for the first time since 1992. Slump. pic.twitter.com/vKmGzZAmmi— OptaJoe (@OptaJoe) September 23, 2022 Í hinum leik kvöldsins vann Ungverjaland 1-0 útisigur á Þýskalandi þökk sé marki Ádám Szalai eftir aðeins 17 mínútur. Það þýðir að Ítalía þarf sigur í Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar ætli lærisveinar Roberto Mancini sér í undanúrslitin. Staðan í riðlinum er eftirfarandi: Ungverjar á toppnum með 10 stig, Ítalía í öðru sæti með 8 stig, Þjóðverjar með sex stig og England á botninum með tvö stig. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. Lærisveinar Gareth Southgate hafa nú leikið fimm leiki án sigurs og þá er sóknarleikur liðsins einkar bitlaus. Southgate kom öllum að óvörum og stillti upp i nokkuð sóknarsinnað 4-2-3-1 leikkerfi. Harry Kane í baráttunni við Leonardo Bonucci í leik kvöldsins.EPA-EFE/MATTEO BAZZ Þó England hafi verið meira með boltann og átt fleiri skot þá verður seint sagt að liðið hafi ógnað marki Ítalíu að einhverju viti. Sama verður sagt um Ítali, það er þangað til þeir komust yfir. Markið kom um miðbik síðari hálfleiks þegar Giacomo Raspadori, leikmaður Napoli, skoraði með frábæru skoti eftir sendingu Leonardo Bonucci. Staðan orðin 1-0 Ítalíu í vil og þegar fimm mínútur voru til leiksloka voru Manolo Gabbiadini og Federico Dimarco nálægt því að tvöfalda hana. Nick Pope varði meistaralega frá Gabbiadini og Dimarco skaut síðan í stöngina. Það kom ekki að sök fyrir heimamenn þar sem Ítalía vann 1-0 sigur í Mílanóborg í kvöld. 5 - England have gone five matches without a win for the first time since 2014, and have gone five competitive matches without winning for the first time since 1992. Slump. pic.twitter.com/vKmGzZAmmi— OptaJoe (@OptaJoe) September 23, 2022 Í hinum leik kvöldsins vann Ungverjaland 1-0 útisigur á Þýskalandi þökk sé marki Ádám Szalai eftir aðeins 17 mínútur. Það þýðir að Ítalía þarf sigur í Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar ætli lærisveinar Roberto Mancini sér í undanúrslitin. Staðan í riðlinum er eftirfarandi: Ungverjar á toppnum með 10 stig, Ítalía í öðru sæti með 8 stig, Þjóðverjar með sex stig og England á botninum með tvö stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti