Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Orri leið­togi nýrrar gullkynslóðar

„Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri nýr fyrir­liði Ís­lands

Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi

Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erfitt að vinna með ein­hverjum betri en Heimi“

Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimaleikur Ís­lands fer fram á Spáni

Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er hund­leiðin­legt að tapa svona stórt“

Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum.

Fótbolti