Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 15:15 Kasper Schmeichel hefur mátt þola óvægna gagnrýni eftir tap Danmerkur gegn Portúgal á sunnudaginn. Getty/Miguel Lemos Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti