„Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni,“ sagði Fjölnir.
„Mér finnst þetta dálítið svartur dagur í okkar sögu, að við séum að takast á við hryðjuverkaógn. Ég var nú að vona að þessi dagur kæmi aldrei, en þetta er nýr veruleiki,“ sagði Fjölnir.
Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar
Fjölnir sagðist ekki þeirrar skoðunar að handtökurnar í gær væru tilefni til þess að kalla eftir því að lögreglumenn á Íslandi bæru vopn. Það væru alltaf vopn í lögreglubílum. Hann sagði þetta þó sýna fram á nauðsyn þess að eiga í samvinnu með lögregluembætti út í heimi og lagaheimildum til að fylgjast með ákveðnu fólki.
„Þetta kallar dálítið kannski á breytt lagaumhverfi að því leyti,“ sagði Fjölnir.