Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 19:04 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32