Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 15:15 Frá fundinum. Vísir/Vilhelm Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 „Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51 Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
„Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51
Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37