Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 15:15 Frá fundinum. Vísir/Vilhelm Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglu þar sem meðal annars kom fram að mennirnir séu grunaðir um framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. Um er að ræða fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri. Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Fjórir voru handteknir en þeir tveir sem lögregla taldi vopnaða og hættulega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði að samfélagið væri öruggara í dag eftir aðgerðir lögreglu í gær. Karl Steinar Valsson á fundinum.Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að mennirnir væri grunaðir um brot gegn 100. grein a hegninarlaga sem fjallar um hryðjuverk. Telja að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu Sagði Grímur að rannsókn á málinu hafi staðið yfir í nokkrar vikur og beindist hún þá gegn framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum. „Við rannsóknina komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns að í undirbúningi væri árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess,“ sagði Grímur á fundinum og bætti við að gott samstarf lögreglu hafi komið í veg fyrir að beiting vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrði að veruleika. „Það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu um beitingu vopna gegn fólki og stofnunum,“ sagði Grímur. Karl Steinar var meðal annars spurður á fundinum að því hvort að ætla mætti að fyrirhuguð árás sem komið hafi verið í veg fyrir hafi átt að beinast gegn Alþingi eða lögreglu. „Jú, það má alveg ætla það,“ svaraði Karl Steinar sem sagðist ekki vera tilbúinn til að svara því hvort að mennirnir fjórir hafi láti stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum. Grímur sagði að lögreglan sé ákaflega ánægð með að ekki hafi orðið meira úr þeim áætlunum sem blöstu við lögreglu að stæði til að ráðast í. Rannsóknin væri á ákaflega viðkvæmu stigi en beindist meðal annars að því að setja upp tímalínu, rannsaka rafræn gögn. Þjóðaröryggisráð upplýst Lögregla ítrekaði á fundinum að lögregla telji að ekki sé yfirvofandi hætta fyrir almenning í dag. Lögregla telji að með aðgerðunum í gær hafi tekist að ná utan um það sem verið var að rannsaka. Lögregla sé með þau tök á málinu að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélaginu. Stærstur hluti þeirra vopna sem lögregla var á höttunum eftir hafi verið haldlagður í aðgerðum gærdagsins í dag. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið. Ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 „Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51 Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
„Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51
Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag. 21. september 2022 15:37
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent