„Gaman að segja frá því að Max og August eru að eignast litla systur á næsta ári!“ Sagði meðal annars í tilkynningunni um komu barnsins sem Zuckerberg birti á Facebook. Börnin þeirra Max og August eru fædd árin 2015 og 2017.
Tíu ára brúðkaupsafmæli á Íslandi
Líkt og áður sagði nutu hjónin sín vel hér á landi eftir að hafa flogið með einkaflugvél til Akureyrar þann 17. maí. Þaðan tók parið þyrlu að Deplum í Fljótum. Það er vinsæll dvalarstaður fyrir þá sem geta staðið undir kostnaðinum.
Í kjölfar ferðarinnar birti hann fjórar myndir á Facebook síðu sinni frá ferðinni en þær má sjá hér að neðan: