Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Snorri Másson skrifar 22. september 2022 08:52 Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum. Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum.
Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01