Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 22:51 Adnan Syed sést hér yfirgefa dómshús í Baltimore í kvöld. Hann hafði setið inni í rúma tvo áratugi. AP/Brian Witte Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki. Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki.
Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“