Fjölskyldan þeirra býr mikið til úti á Nesi og hefur fjölskyldan búið úti á Seltjarnarnesi síðan árið 2000.
Fjallað var um ferlið frá a-ö í síðasta þætti af Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi.
Þegar leið á ferlið bættist alltaf við fleiri og fleiri verkefni og varð eignin að lokum eins og ný.
Eitt sem þau ákváðu að gera var að vera með flotað gólf í stofu og eldhúsinu sem kemur einstaklega skemmtilega út eins og sjá má hér að neðan.
10 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust er staðan þannig að hjónin eru ekki flutt inn en stofan og eldhúsið er svo gott sem tilbúið eins og sjá má hér að neðan.