Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2022 07:27 ES-30 vélin verður fjögurra hreyfla hávængja. Rafhlöðurnar verða í kassanum undir miðjum skrokknum. Heart Aerospace Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025. Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025.
Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44