Innlent

Hand­tekinn fyrir mis­skilning og boðin á­falla­hjálp

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sérsveitin var kölluð til.
Sérsveitin var kölluð til. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um vopnaðan mann á göngu á Kársnesbraut á sjötta tímanum í dag. Sérsveitin var kölluð til og maðurinn handtekinn en síðar kom í ljós að um misskilning var að ræða.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að sá sem tilkynnti manninn til lögreglu hafi sagst hafa heyrt skothvelli.

Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti vopnuð á vettvang og var maðurinn handtekinn við hús í vesturbæ Kópavogs. Í kjölfarið varð ljóst að um misskilning væri að ræða, enginn byssumaður væri þarna á ferð. Manninum sem var handtekinn sem og fjölskyldu hans var boðin áfallahjálp vegna atburðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×