Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Abbababb. Með aðalhlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir í hlutverki Hönnu, Vilhjálmur Árni Sigurðsson í hlutverki Óla, og Óttar Kjerulf Þorvarðarson í hlutverki Arons.

Flestir leikarar myndarinnar eru börn og ungmenni en söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson leikur þó stórt hlutverk sem kennari barnanna, Herra Rokk.
Tónlist spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni og eru lögin nú öll komin inn á Spotify. Jóhanna Guðrún á barnalag í myndinni og flytur það sjálf, en allar hennar elstu plötur komu inn á Spotify í gær.

Erlendis verður myndin kynnt undir titlinum 12 Hours to Destruction, þar sem Nönnu fanst titillinn Abbababb ekki virka eins vel utan landsteinanna.

Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan. Allar myndirnar tók Mummi Lú.