Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þor­geir fóru á kostum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins.
Gísli Þorgeir í leik kvöldsins. Twitter@ehfcl

Íslendingliðin Magdeburg og Álaborg unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn hjá Magdeburg á meðan Aron Pálmarsson var heldur rólegri í sigri Álaborgar.

Þýskalandsmeistararnir Ómar Ingi og Gísli Þorgeir voru allt í öllu er Magdeburg vann tveggja marka sigur á Dinamo Búkarest ytra í A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur 28-30. Ómar Ingi skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú á meðan Gísli Þorgeir skoraði fimm og gaf tvær stoðsendingar.

Um var að ræða fyrstu umferð keppninnar og fer Íslendingalið Magdeburg vel af stað.

Aron Pálmarsson var heldur rólegri í tíðinni þegar lið hans Álaborg lagði Celje Lasko í B-riðli. Fór það svo að heimamenn í Álaborg unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 36-32. 

Aron skoraði eitt mark í leiknum en Mikkel Hansen var markahæstur í liði heimamanna með 10 mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Álaborg er eftir sigurinn í 4. sæti B-riðils á eftir stórliðum Kiel, Barcelona og Łomża Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×