Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2022 09:39 Lögregluþjónn stóð á húddi bílsins og miðaði byssu á Glass, þó hann hefði í raun ekkert gert af sér. Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. Seint að kvöldi 11. júní hringdi Glass í Neyðarlínuna og sagðist hafa keyrt út af og að bíll hans væri fastur. Hann virtist eiga í geðrænum vandræðum og sagðist óttast um öryggi sitt. Hann sagðist hafa lent í gildru og var viss um að hann yrði drepinn. Glass sagðist verulega hræddur og virðist hafa verið í óráði. Glass var mikill áhugamaður um jarðfræði og aðspurður sagðist hann vera með vopn, sem voru í raun tól tengd jarðfræði. Tveir litlir hnífar, hamar og slaghamar úr gúmmí. Hann sagðist ætla að kasta þeim út um glugga bílsins um leið og lögregluþjóna bæri að garði. „Ég er ekki hættulegur. Ég verð með hendurnar sýnilegar. Ég skil að þetta er tvísýn staða. Sagðist of hræddur til að fara úr bílnum Þegar þeir mættu á vettvang bönnuðu þeir Glass að kasta hnífunum út úr bílnum og sögðu honum þess í stað að stíga út úr bílnum. Glass svaraði á þá leið að hann þorði ekki að stíga út úr bílnum og bað lögregluþjónana um að hjálpa sér að losa bílinn og sagði að hann myndi svo elta þá á lögreglustöðina. Þegar lögregluþjónarnir hótuðu að brjóta rúður bílsins og draga Glass út, ítrekaði hann að hann væri hræddur og sagðist ekki skilja af hverju hann þyrfti að yfirgefa bílinn. Samkvæmt frétt CPR sýnir myndefni úr vestismyndavélum lögregluþjóna að einn þeirra sér hníf í bílnum og dregur byssu á loft, þrátt fyrir að lögregluþjónarnir hafi allan tímann vitað af hnífunum í bílnum. Á þessum tímapunkti höfðu þeir verið á vettvangi í sex mínútur. Glass kastaði hnífnum frá sér í bílnum og hélt höndum sínum á lofti. Hafði ekki framið neinn glæp Að endingu var mikill fjöldi lögregluþjóna kominn á vettvang við bíl Glass og veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir ættu að gera, því ungi maðurinn hefði ekkert gert af sér. Hann hefði ekki framið neinn glæp. Yfirmaður ríkislögregluþjóna Colorado spurði sína menn á einum tímapunkti hvort lögregluþjónar fógetans í Clear Creek-sýslu, umdæminu sem Glass var í, vissu til þess að hann ætti í einhverjum heilbrigðisvanda. Svarið var nei. Þrátt fyrir það umkringdu fjölmargir vopnaðir lögregluþjónar bíl Glass í tæpar áttatíu mínútur. Þar til einn þeirra stóð upp á húddi bíls hans og miðaði á hann vasaljósi og svo byssu. Þá brutu lögregluþjónar rúður í bílnum en við það tók Glass upp annan hnífinn. Strax þá sagði einn lögregluþjónninn öðrum að passa sig á því að aðrir lögregluþjónar væru ekki í skotlínunni. „Þú getur enn bjargað þér“ Glass var skotinn með baunaskotum og rafmagnsbyssum en myndbönd af vettvangi sýna hann í miklu óðagoti og öskrandi. Hann sleppti aldrei hnífnum. „Þú getur enn bjargað þér,“ var eitt það síðasta sem lögregluþjónar sögðu við Glass áður en einn þeirra teygði sig inn í bílinn og Glass virtist sveifla hnífnum að honum. Lögregluþjónn skaut Glass fimm sinnum í búkinn. Krufning leiddi í ljós að hann var með lítið magn áfengis í blóðinu, auk THC og amfetamíns. Það síðastnefnda var líklegast vegna lyfja við ADHD. Sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins 9News má sjá hér að neðan. Næsta dag sendi fógetinn í Clear Creek út yfirlýsingu, samkvæmt frétt NBC, um að lögregluþjónar hefðu farið til aðstoðar manns í umferðinni. Hann sagði að ökumaðurinn hefði neitað skipunum lögregluþjóna, þrætt við þá og tekið upp hníf. Þá hefðu lögregluþjónar reynt að stilla til friðar í rúma klukkustund en án árangurs. Að endingu hefðu rúður bílsins verið brotnar og hnífurinn fjarlægður en maðurinn hefði þá tekið upp annan hníf og grjót. Reynt hefði verið að beita baunaskotum og rafmagnsbyssum en það hefði ekki borið árangur og að maðurinn hefði verið skotinn þegar hann reyndi að stinga lögregluþjón. Colorado Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, er með málið til rannsóknar, auk saksóknara í Clear Creek. NBC hefur eftir foreldrum Glass að sonur þeirra hafi ekkert gert rangt. Hann hafi bara verið hræddur við að fara úr bílnum. „Hann var fastur á smárri grjóthrúgu og hringdi í Neyðarlínuna eftir hjálp,“ sagði Simon Glass, faðir Christian, við NBC News. „Það var myrkur og hann var mjög áhyggjufullur. Hann treysti á það að lögregluþjónar kæmu og aðstoðuðu hann. Í staðinn réðust þeir á hann og skutu hann.“ Langt myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns má sjá hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. 1. september 2022 07:10 Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. 23. ágúst 2022 21:00 Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22. ágúst 2022 14:29 Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Seint að kvöldi 11. júní hringdi Glass í Neyðarlínuna og sagðist hafa keyrt út af og að bíll hans væri fastur. Hann virtist eiga í geðrænum vandræðum og sagðist óttast um öryggi sitt. Hann sagðist hafa lent í gildru og var viss um að hann yrði drepinn. Glass sagðist verulega hræddur og virðist hafa verið í óráði. Glass var mikill áhugamaður um jarðfræði og aðspurður sagðist hann vera með vopn, sem voru í raun tól tengd jarðfræði. Tveir litlir hnífar, hamar og slaghamar úr gúmmí. Hann sagðist ætla að kasta þeim út um glugga bílsins um leið og lögregluþjóna bæri að garði. „Ég er ekki hættulegur. Ég verð með hendurnar sýnilegar. Ég skil að þetta er tvísýn staða. Sagðist of hræddur til að fara úr bílnum Þegar þeir mættu á vettvang bönnuðu þeir Glass að kasta hnífunum út úr bílnum og sögðu honum þess í stað að stíga út úr bílnum. Glass svaraði á þá leið að hann þorði ekki að stíga út úr bílnum og bað lögregluþjónana um að hjálpa sér að losa bílinn og sagði að hann myndi svo elta þá á lögreglustöðina. Þegar lögregluþjónarnir hótuðu að brjóta rúður bílsins og draga Glass út, ítrekaði hann að hann væri hræddur og sagðist ekki skilja af hverju hann þyrfti að yfirgefa bílinn. Samkvæmt frétt CPR sýnir myndefni úr vestismyndavélum lögregluþjóna að einn þeirra sér hníf í bílnum og dregur byssu á loft, þrátt fyrir að lögregluþjónarnir hafi allan tímann vitað af hnífunum í bílnum. Á þessum tímapunkti höfðu þeir verið á vettvangi í sex mínútur. Glass kastaði hnífnum frá sér í bílnum og hélt höndum sínum á lofti. Hafði ekki framið neinn glæp Að endingu var mikill fjöldi lögregluþjóna kominn á vettvang við bíl Glass og veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir ættu að gera, því ungi maðurinn hefði ekkert gert af sér. Hann hefði ekki framið neinn glæp. Yfirmaður ríkislögregluþjóna Colorado spurði sína menn á einum tímapunkti hvort lögregluþjónar fógetans í Clear Creek-sýslu, umdæminu sem Glass var í, vissu til þess að hann ætti í einhverjum heilbrigðisvanda. Svarið var nei. Þrátt fyrir það umkringdu fjölmargir vopnaðir lögregluþjónar bíl Glass í tæpar áttatíu mínútur. Þar til einn þeirra stóð upp á húddi bíls hans og miðaði á hann vasaljósi og svo byssu. Þá brutu lögregluþjónar rúður í bílnum en við það tók Glass upp annan hnífinn. Strax þá sagði einn lögregluþjónninn öðrum að passa sig á því að aðrir lögregluþjónar væru ekki í skotlínunni. „Þú getur enn bjargað þér“ Glass var skotinn með baunaskotum og rafmagnsbyssum en myndbönd af vettvangi sýna hann í miklu óðagoti og öskrandi. Hann sleppti aldrei hnífnum. „Þú getur enn bjargað þér,“ var eitt það síðasta sem lögregluþjónar sögðu við Glass áður en einn þeirra teygði sig inn í bílinn og Glass virtist sveifla hnífnum að honum. Lögregluþjónn skaut Glass fimm sinnum í búkinn. Krufning leiddi í ljós að hann var með lítið magn áfengis í blóðinu, auk THC og amfetamíns. Það síðastnefnda var líklegast vegna lyfja við ADHD. Sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins 9News má sjá hér að neðan. Næsta dag sendi fógetinn í Clear Creek út yfirlýsingu, samkvæmt frétt NBC, um að lögregluþjónar hefðu farið til aðstoðar manns í umferðinni. Hann sagði að ökumaðurinn hefði neitað skipunum lögregluþjóna, þrætt við þá og tekið upp hníf. Þá hefðu lögregluþjónar reynt að stilla til friðar í rúma klukkustund en án árangurs. Að endingu hefðu rúður bílsins verið brotnar og hnífurinn fjarlægður en maðurinn hefði þá tekið upp annan hníf og grjót. Reynt hefði verið að beita baunaskotum og rafmagnsbyssum en það hefði ekki borið árangur og að maðurinn hefði verið skotinn þegar hann reyndi að stinga lögregluþjón. Colorado Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, er með málið til rannsóknar, auk saksóknara í Clear Creek. NBC hefur eftir foreldrum Glass að sonur þeirra hafi ekkert gert rangt. Hann hafi bara verið hræddur við að fara úr bílnum. „Hann var fastur á smárri grjóthrúgu og hringdi í Neyðarlínuna eftir hjálp,“ sagði Simon Glass, faðir Christian, við NBC News. „Það var myrkur og hann var mjög áhyggjufullur. Hann treysti á það að lögregluþjónar kæmu og aðstoðuðu hann. Í staðinn réðust þeir á hann og skutu hann.“ Langt myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. 1. september 2022 07:10 Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. 23. ágúst 2022 21:00 Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22. ágúst 2022 14:29 Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. 1. september 2022 07:10
Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. 23. ágúst 2022 21:00
Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22. ágúst 2022 14:29
Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent