Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 07:36 Adnan Syed hefur nú setið í fangelsi fyrri morðið í rúma tvo áratugi. AP/Barbara Haddock Taylor Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. Adnan Syed var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee, en lík hennar fannst grafið í skóglendi í Baltimore árið 1999. Marilyn Mosby, saksóknari í Baltimore, segir nú að tveir aðrir séu grunaðir um morðið. Mosby óskaði eftir því við dómstól í Baltimore í gær að fella niður dóminn yfir Syed, sem var kveðinn upp í febrúar 2000, og halda ný réttarhöld yfir Syed. Málið kom til mikillar umfjöllunar og vakti athygli um heim allan eftir að það var tekið fyrir í hlaðvarpinu Serial, sem kom út árið 2014. Blaðamaðurinn sem gerði hlaðvarpsþættina dró niðurstöður rannsakenda verulega í efa og síðan hafa verið skiptar skoðanir um sök Syed. „Eftir tæplega árslanga rannsókn á staðreyndum málsins er niðurstaða okkar sú að Syed eigi ný réttarhöld skilið. Hann á rétt á almennilegum verjendum og rétt á því að nýjustu sönnunargögn verði kynnt,“ sagði Mosby í yfirlýsingu í gær. „Sem hluti af réttarkerfinu ber okkur skylda til að tryggja það að sakfellingar séu réttmætar og við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að leiðrétta það sem illa hefur farið.“ Annar grunuðu hótaði að drepa Lee Syed var sakfelldur af kviðdómi árið 2000 fyrir að hafa skipulagt morðið á Min Lee, ræt henni, haldið henni fanginni og fyrir rán. Því var velt upp í hlaðvarpinu Serial að lögreglan hafi á sínum tíma ákveðið, án réttlætanlegra ástæðna, að Syed væri sekur um morðið án þess að rannsaka málið til hlítar og að aðförin að Syed hafi að einhverju leiti verið byggð á kynþáttfordómum, en Syed er múslimi. Að sögn saksóknara eru þeir tveir, sem nú gætu haft stöðu grunaðs, hafi verið lögreglu þekktir frá því að Min Lee var myrt árið 1999. Annar þeirra hafi orðið uppvís að því að hafa hótað Min Lee að hann myndi láta hana hverfa og hótað því að drepa hana. Hvorugur þessarra nýju grunuðu hefur verið nafngreindur af saksóknurum. Töluðu aldrei við lykilvitni Þá var vakin athygli á því í hlaðvarpsþáttunum að saksóknarar hafi á sínum tíma ekki tilkynnt lögmönnum Syeds um fund sönnunargagna, sem hefðu getað bent til sakleysis hans. Bifreið Min Lee fannst þá á bak við hús annars þeirra sem nú er grunaður um morðið að sögn saksónara. Þær upplýsingar voru þó ekki kunnar saksóknurum fyrr en á þessu ári að sögn Mosby. Mosby tók það þá fram í yfirlýsingunni að saksóknarar tryðu því ekki endilega að Syed sé saklaus. „Hins vegar trúir ríkið því ekki lengur að sakfellingin hfai komið til á réttnæman hátt,“ segir í yfirlýsingu skrifstofu saksóknara. This is big news. For the first time, Baltimore prosecutors are saying they don't have confidence in Adnan Syed's conviction and are asking for his release. https://t.co/5Z4VkWcunY— Serial (@serial) September 14, 2022 Erica Suter, lögmaður Syeds, sagði í fréttatilkynningu í gær að lítil sem engin haldbær sönnunargögn liggi fyrir sem sanni sekt Syeds. „Auk þess sem sönnunargögn benda alltaf meira og meira til sektar hinna sem eru grunaðir í málinu. Þessi ósanngjarna og óréttmæta sakfelling má ekki standa. Syed er þakklátur því að þessar nýju upplýsingar séu loksins komnar fram og hlakkar til þess að mæta aftur í dómsal.“ Syed hefur ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp að nýju af dómstólum en var síðast synjað af æðsta dómstóli Maryland-fylkis árið 2019. Eins og dregið var fram í hlaðvarpinu Serial töluðu rannsakendur ekki við lykilvitnið Asia McClain á sínum tíma en hún staðfesti í hlaðvarpinu frásögn Syeds um að hann hafi verið staddur á bókasafni þegar fyrrverandi kærasta hans var myrt. Hann hefur alla tíð neitað sök í málinu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Adnan Syed var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee, en lík hennar fannst grafið í skóglendi í Baltimore árið 1999. Marilyn Mosby, saksóknari í Baltimore, segir nú að tveir aðrir séu grunaðir um morðið. Mosby óskaði eftir því við dómstól í Baltimore í gær að fella niður dóminn yfir Syed, sem var kveðinn upp í febrúar 2000, og halda ný réttarhöld yfir Syed. Málið kom til mikillar umfjöllunar og vakti athygli um heim allan eftir að það var tekið fyrir í hlaðvarpinu Serial, sem kom út árið 2014. Blaðamaðurinn sem gerði hlaðvarpsþættina dró niðurstöður rannsakenda verulega í efa og síðan hafa verið skiptar skoðanir um sök Syed. „Eftir tæplega árslanga rannsókn á staðreyndum málsins er niðurstaða okkar sú að Syed eigi ný réttarhöld skilið. Hann á rétt á almennilegum verjendum og rétt á því að nýjustu sönnunargögn verði kynnt,“ sagði Mosby í yfirlýsingu í gær. „Sem hluti af réttarkerfinu ber okkur skylda til að tryggja það að sakfellingar séu réttmætar og við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að leiðrétta það sem illa hefur farið.“ Annar grunuðu hótaði að drepa Lee Syed var sakfelldur af kviðdómi árið 2000 fyrir að hafa skipulagt morðið á Min Lee, ræt henni, haldið henni fanginni og fyrir rán. Því var velt upp í hlaðvarpinu Serial að lögreglan hafi á sínum tíma ákveðið, án réttlætanlegra ástæðna, að Syed væri sekur um morðið án þess að rannsaka málið til hlítar og að aðförin að Syed hafi að einhverju leiti verið byggð á kynþáttfordómum, en Syed er múslimi. Að sögn saksóknara eru þeir tveir, sem nú gætu haft stöðu grunaðs, hafi verið lögreglu þekktir frá því að Min Lee var myrt árið 1999. Annar þeirra hafi orðið uppvís að því að hafa hótað Min Lee að hann myndi láta hana hverfa og hótað því að drepa hana. Hvorugur þessarra nýju grunuðu hefur verið nafngreindur af saksóknurum. Töluðu aldrei við lykilvitni Þá var vakin athygli á því í hlaðvarpsþáttunum að saksóknarar hafi á sínum tíma ekki tilkynnt lögmönnum Syeds um fund sönnunargagna, sem hefðu getað bent til sakleysis hans. Bifreið Min Lee fannst þá á bak við hús annars þeirra sem nú er grunaður um morðið að sögn saksónara. Þær upplýsingar voru þó ekki kunnar saksóknurum fyrr en á þessu ári að sögn Mosby. Mosby tók það þá fram í yfirlýsingunni að saksóknarar tryðu því ekki endilega að Syed sé saklaus. „Hins vegar trúir ríkið því ekki lengur að sakfellingin hfai komið til á réttnæman hátt,“ segir í yfirlýsingu skrifstofu saksóknara. This is big news. For the first time, Baltimore prosecutors are saying they don't have confidence in Adnan Syed's conviction and are asking for his release. https://t.co/5Z4VkWcunY— Serial (@serial) September 14, 2022 Erica Suter, lögmaður Syeds, sagði í fréttatilkynningu í gær að lítil sem engin haldbær sönnunargögn liggi fyrir sem sanni sekt Syeds. „Auk þess sem sönnunargögn benda alltaf meira og meira til sektar hinna sem eru grunaðir í málinu. Þessi ósanngjarna og óréttmæta sakfelling má ekki standa. Syed er þakklátur því að þessar nýju upplýsingar séu loksins komnar fram og hlakkar til þess að mæta aftur í dómsal.“ Syed hefur ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp að nýju af dómstólum en var síðast synjað af æðsta dómstóli Maryland-fylkis árið 2019. Eins og dregið var fram í hlaðvarpinu Serial töluðu rannsakendur ekki við lykilvitnið Asia McClain á sínum tíma en hún staðfesti í hlaðvarpinu frásögn Syeds um að hann hafi verið staddur á bókasafni þegar fyrrverandi kærasta hans var myrt. Hann hefur alla tíð neitað sök í málinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira