Konan var farþegi í flugi American Airlines frá Dallas til Los Angeles í febrúar á síðasta ári. Flugvélin þurfti að lenda á miðri leið í Pheonix svo hægt væri að vísa konunni og samferðamanni hennar úr vélinni.
CNN greinir frá þessu en ekki kemur fram hvað nákvæmlega konan gerði. Þó er ljóst að hún hafi farið yfir strik allra starfsmanna vélarinnar en hún var farþegi á fyrsta farrými.
Konan þarf einnig að greiða flugfélaginu rúma níu þúsund dollara í skaðabætur, tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna.
Árið 2021 var metár fyrir flugdólga í Bandaríkjunum en alls barst Flugmálastofnun Bandaríkjanna sex þúsund kvartanir á árinu.